Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið N4 ehf. hef­ur ósk­að eft­ir gjald­þrota­skipt­um í kjöl­far þess að til­raun­ir til að tryggja fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins gengu ekki upp.

N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum
N4 María Björk Ingvadóttir hefur verið framkvæmdastjóri N4. Mynd: Davíð Þór

Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum, en frá þessu er greint á vef N4 í dag. Þar segir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins hafi ekki borið árangur. 

„N4 hefur framleitt íslenskt efni undanfarin 15 ár. Fólkið í landinu hefur verið í brennidepli í allri framleiðslu efnis. N4 hefur varðveitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjölmiðla á Íslandi er lokið að sinni,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Þar segir að rekstur fjölmiðilsins hafi byggt á „óeigingjörnu starfi starfsfólks í sífellt erfiðara rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi“ og að starfsfólk miðilsins eigi mikið hrós skilið.

„Stjórn fyrirtækisins harmar þessa niðurstöðu, ekki síst í ljósi þess að N4 hefur verið eini fjölmiðillinn sem framleitt hefur íslenskt sjónvarpsefni utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir í tilkynningu N4.

Leituðu á náðir fjárlaganefndar fyrir jól

Í aðdraganda jóla var greint frá því að fjárlaganefnd Alþingis hefði ákvarðað 100 milljóna króna framlag úr ríkissjóði á þessu ári „vegna rekst­­urs fjöl­miðla á lands­­byggð­inni sem fram­­leiða eigið efni fyrir sjón­­varps­­stöð“ en ljóst var að slíkur styrkur beindist einna helst til N4.

Síðar kom upp úr krafsinu, í umfjöllun Kjarnans, að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði beðið nefndina um þennan 100 milljón króna styrk „til að halda úti fjöl­miðl­un, þátta­gerð og frétta­miðl­un, af lands­byggð­unum árið 2023“.

Skrifleg styrkbeiðni N4 til nefndarinnar var ekki gerð aðgengileg á vef Alþingis strax í kjölfar þess að hún var lögð fram og átti hið sama við um fleiri erindi sem bárust til fjárlaganefndar undir lok ársins. Samkvæmt skrifstofustjóra Alþingis var þar um mistök að ræða.

Í kjölfar gagnrýni á að fjárútlátin virtust sérstaklega eyrnamerkt N4, og á þá staðreynd að Stefán Vagn Stefánsson, einn nefndarmanna í fjárlaganefnd er mágur framkvæmdastjóra N4, ákvað fjárlaganefnd að draga í land með sérstaka styrkinn til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð.

Niðurstaða nefndarinnar varð sú að láta samsvarandi upphæð renna inn í hið almenna styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla, og beina því til ráðherra að taka aukið tillit til sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni við úthlutun úr þeim potti.

„Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meiri hlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp,“ sagði í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár