Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Landhelgisgæslunni sagt að selja TF-SIF

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ákveð­ið að fela Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF, í hag­ræð­ing­ar­skyni. For­stjóri Gæsl­unn­ar seg­ir að með þessu sé stórt skarð höggvið í út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Landhelgisgæslunni sagt að selja TF-SIF
Sif Flugvélin TF-SIF hefur verið í flota Gæslunnar frá árinu 2009.

Dómsmálaráðuneytið hefur lagt það fyrir Landhelgisgæsluna að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF og undirbúa söluferli vélarinnar. 

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að í ákvörðuninni felist mikil afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar, en TF-SIF er eina flugvélin sem Gæslan hefur til umráða.

Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna skyldi að sölu flugvélarinnar var kynnt Landhelgisgæslunni með bréfi sem barst fyrr í vikunni, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni. 

Heimildin hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðuneytinu um það hvort til standi að bæta upp fyrir þá viðbragðsgetu sem fer með vélinni með einhverjum hætti, en engin svör hafa borist.

TF-SIF er af gerðinni Dash 8 Q 300 og sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Hún kom í flota Landhelgisgæslunnar árið 2009 og var talin auka eftirlitsgetu Gæslunnar, með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss margfalt, auk þess sem möguleikar til leitar- og björgunar jukust gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rekstur stofnunarinnar hafi reynst erfiður á undanförnum mánuðum vegna olíuverðhækkana og meira umfangs sem skýrist m.a. vegna stærra og öflugra varðskips. Auk þess hafi afkoma af þátttöku í verkefnum á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu, verið verri en búist var við. 

„Fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar á fjárlögum þessa árs voru auknar um 600 milljónir króna. Það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs nema gripið yrði til aðgerða sem kæmu niður á lögbundnum hlutverkum og viðbragðsgetu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar, en nú er ljóst að svarið við þessum rekstrarvanda verður að selja TF-SIF.

GæslanGeorg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.

„Þegar ljóst var að stofnunin fengi ekki frekari fjárframlög tók við samtal við dómsmálaráðuneyti um hvaða leiðir væru færar til að koma fjárhag Landhelgisgæslunnar á réttan kjöl. Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ er haft eftir Georg Kr. Lárussyni, forstjóra  Landhelgisgæslunnar í tilkynningu stofnunarinnar.

Þar er einnig haft eftir honum að Landhelgigæslan hafi allt frá árinu 1955 gert út flugvél til eftirlits- og björgunarstarfa og að það að selja vélina sé mikil afturför hvað viðbragðs- og eftirlitsgetu varðar.

„TF-SIF er ein af mikilvægustu einingunum í viðbragðskeðju stofnunarinnar og með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar,“ er haft eftir Georg.

Einungis 38 prósent flugstunda við Ísland á árunum 2018-2020

Ríkisendurskoðun birti fyrir um ári síðan úttekt á rekstri Landhelgisgæslunnar, sem unnin var að beiðni Alþingis.

Á meðal þess sem þótti aðfinnsluvert í rekstri stofnuninnar var það hve mikið TF-SIF hefði verið notuð í leiguverkefnum erlendis, en dregið var saman að 62 prósent heildarflugstunda vélarinnar hefðu verið í leiguverkefnum á erlendri grundu á árunum 2018-2020.

„Leigu­tekjur vegna Frontex-verk­efna hafa komið til móts við kröfu sem gerð hefur verið um öflun rekstr­ar­tekna en jafn­framt verður að horfa til þess fórn­ar­kostn­aðar sem er fólg­inn í skertri getu stofn­un­ar­innar til að sinna lög­bundnum verk­efnum sín­um. Rík­is­end­ur­skoðun telur mik­il­vægt að TF-SIF verði fyrst og fremst notuð til eft­ir­lits og ann­arra verk­efna hér­lendis enda er meg­in­hlut­verk Land­helg­is­gæsl­unnar að sinna örygg­is­gæslu, björgun og lög­gæslu á haf­inu við Ísland. Til slíkra starfa var TF-SIF keypt og var það for­sendan með fjár­heim­ild Alþing­is. Útleiga vél­ar­innar í svo miklu mæli getur ekki gengið til lengri tíma,“ sagði í úttekt­inni frá Ríkisendurskoðun. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár