Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III. Þætt­ir úr sögu byggð­ar til árs­ins 2003.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar
Bók

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III

Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003
Höfundur Smári Geirsson
Bókaútgáfan Hólar
Gefðu umsögn

Á bókarkápu aftanverðri segir sem svo (nokkuð stytt): „Fáskrúðsfjörður er nyrstur sunnanverðra Austfjarða, sautján kílómetrar að lengd og tignarlegum fjöllum girtur. Mannlífið við fjörðinn á sér merka sögu (...). Nú hefur saga byggðarinnar verið færð í letur og áhugamenn um byggðasögu ættu ekki að láta hjá líða að kynna sér þá umfjöllun, enda er hún mikilvægur þáttur í sögu Austurlands og landsins alls.

(...) [Í Fáskrúðsfjarðarsögu] er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Í verkinu öllu er öll áhersla lögð á að styðjast við prentaðar og skjallegar heimildir en eins er byggt á endurminningaskrifum, dagbókum og viðtölum við fjölmarga einstaklinga.“

Það er ekki ofsagt að Fáskrúðsfjarðarsaga Smára Geirssonar er mikið verk og vandað. Eins og fram kemur í textanum á bókarkápu er fátt látið ósagt um sögu mannlífs í þessum fyrrum tveimur hreppum, Búða- og Stöðvarhreppum, en þeir sameinuðust árið 2003 og þótti því eðlilegt að hafa þar sögulokin, enda trúlega erfitt um vik að tengja með eðlilegum hætti nútíð sagnaritara sjálfs þar sem hann væri bókstaflega í heimildahrúgunni miðri og hætt við að yfirsýn yrði ekki fullnægjandi. Þetta má því teljast skynsamleg afmörkun efnisins.

Sagan hefst með landnámi og fer eðlilega minnst fyrir þeim hluta sögunnar, enda heimildir af skornari skammti en síðar verður. Þó fáum við að vita, þökk sé Landnámu, að Naddoddur víkingur hrekst af leið til Færeyja og kemur að landi í grennd við Fáskrúðsfjörð. Hann gefur landinu nafnið Snæland áður en hann og föruneyti hans fer þaðan aftur. Nokkru síðar koma þeir Krumr og Vémundr og nema land um það bil þar sem síðar urðu Búða- og Stöðvarhreppar. Að öðru leyti er staðháttum og landslagi lauslega lýst, en hér hefði hugsanlega einnig mátt gera grein fyrir jarðfræði Austfjarða, en hún er um margt merkileg og fróðleg.

HöfundurSmári Geirsson skrifaði Fáskrúðsfjarðarsögu.

Það hefði einnig verið athyglisvert í ljósi rannsóknaraðferða í þjóðfræði og mannfræði að sjá ítarlegar fjallað um eðli náttúrugæða svæðisins og hvernig þau hafa hugsanlega mótað mannlíf og verklag í vinnu manna við lífsafkomuna. En um leið og það er sagt verður einnig að taka tillit til þess að verkið er meira en 1700 blaðsíður að stærð og það gildir um þetta eins og annað í svona útgáfu að einhvers staðar verður að draga skynsamleg mörk.

Það hlýtur að vera bagalegt fyrir höfund Fáskrúðsfjarðarsögu að sjá að í fornum heimildum er að mestu þögn um Fáskrúðsfjörð og síðan að lesa í sóknarlýsingu séra Ólafs Indriðasonar frá 1841 að „[þ]essi þögn sýnist vitni þess að hvörki hafi orðið þeir atburðir eða lifað þeir menn er merkir hafi metist eða orðið þjóðkunnir.“ Þetta má sumpart skýra með því að Fáskrúðsfjörður hefur aldrei legið í þjóðbraut, þangað komu ekki aðrir en þeir sem áttu erindi og má að sumu leyti segja að það gildi enn um Fáskrúðsfjörð. En augljóslega hefur þessi þögn fornra heimilda um Fáskrúðsfjörð orðið til að ögra höfundi og hugsa „ég skal víst“ og blásið honum móði í brjóst.

Það má nefnilega finna ýmislegt bitastætt úr fylgsnum sögunnar ef vel er leitað og það hefur Smári Geirsson gert. Til Fáskrúðsfjarðar rata á sínum tíma Tyrkir, í illum tilgangi sem kunnugt er, Fáskrúðsfjörður verður síðar miðstöð fyrir Fransmenn sem leita á Íslandsmið eins og einnig Færeyingar og Norðmenn. Þegar þéttbýlismyndun hefst á Íslandi hefst auðvitað einnig þéttbýlismyndun á Búðum og Fáskrúðsfjörður verður vettvangur íbúafjölgunar og framfara eins og víðar má sjá í sambærilegum sögum hinna smærri byggða í landinu öllu. Þannig verður Fáskrúðsfjarðarsaga líka eins konar Íslandssögulýsing – það er sama saga sem gerist alls staðar, ýmist ívið hægar eða hraðar, en líkindin eru það mikil að Fáskrúðrfjarðarsaga á skilið lesendahóp langt utan hinna fornu Búða- og Stöðvarhreppa. Dæmi um atriði sem tengir sögur byggða á Íslandi má til dæmis sjá í starfi Guðmundar Hannessonar, fyrrum landlæknis, sem skoðar skipulag byggða í upphafi 20. aldar og segir m.a. árið 1916 „að á Búðum í Fáskrúðsfirði hafi götur og byggingarreitir fremur verið gerðir af handahófi en fullri forsjá.“ En Guðmundur Hannesson kom eins og flestir væntanlega vita að skipulagi byggða víða um land og er ekki eina dæmið um embættismann í nýsjálfstæðu landi sem varð einn að bera ábyrgð á verkefnum síns sérsviðs. Þannig dreifðust hugmyndir um landið allt, en það voru hugmyndir þess eina manns sem við þær fékkst á þeim tíma.

Af framansögðu má skilja að fiskveiðar og sjómennska hafa vissulega skipað mikilvægan sess í lífi Fáskrúðsfirðinga ásamt auðvitað landbúnaði og hvorutveggja eru gerð ágæt skil í Fáskrúðsfjarðarsögu. Og enn má ítreka, að saga hins sértæka verður saga hins almenna; hér er stofnað kaupfélag eins og annars staðar á landinu, verslun og iðnaði vex fiskur um hrygg, verkalýðshreyfing eflist sem og fræðslustarfsemi og menningarlíf. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hér gefst ekki tóm til að gera réttlát skil alls sem er að finna í efnisríkri og afar fróðlegri Fáskrúðsfjarðarsögu. En það er við hæfi að spyrja áður en sagt er skilið við hið metnaðarfulla og vandaða verk „hvað svo“? Nú liggur saga Fáskrúðsfjarðar fyrir. Eiga nú hin þrjú þykku bindi að safna ryki í hillum lesenda og svo ekki söguna meir? Eða búa þau kannski yfir óþrjótandi efni til að vinna frekar með söguna? Getur verk Smára Geirssonar og Bókaútgáfunnar Hóla hvatt til frekari dáða þannig að þeim sem málið er skylt geti unnið úr efniviðnum sýningar, frásagnir handa sagnamönnum, kvikmyndir og leiknar sögur handa gestum og gangandi – og vitaskuld heimamönnum líka? Getur Fáskrúðsfjarðarsaga orðið afl í þróun áframhaldandi blómlegrar byggðar á Búðum?

Það væri vel ef svo yrði og góðum tilgangi þá náð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár