Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lyfjaeftirlitið fær hagræðingu íþróttaúrslita inn á sitt borð

Ís­land gerð­ist ný­lega að­ili að sátt­mála Evr­ópu­ráðs­ins gegn hag­ræð­ingu úr­slita í íþrótt­um. Sátt­mál­inn tek­ur gildi í byrj­un apríl, og bú­ið er að fela Lyfja­eft­ir­liti Ís­lands að sinna fræðslu og for­vörn­um gegn hag­ræð­ingu úr­slita.

Lyfjaeftirlitið fær hagræðingu íþróttaúrslita inn á sitt borð
Lyfjaeftirlitið útvíkkað Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Skúli Skúlason, formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur falið Lyfjaeftirliti Íslands það hlutverk að sinna fræðslu og forvarnarstarfi gegn hagræðingu úrslita í íþróttum hér á landi, en frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 

Ísland gerðist nýlega aðili að svokölluðum Macolin-sáttmála Evrópuráðsins, en hann fjallar um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Sáttmálinn öðlast gildi 1. apríl næstkomandi og því fylgir að einhver stofnun ríkisins þurfti að fá það hlutverk að sinna fræðslu- og forvarnarstarfi í samræmi við ákvæði sáttmálans. 

Nú liggur fyrir að sú stofnun verður Lyfjaeftirlit Íslands, sem hefur til þessa haft það meginhlutverk að skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit í íþróttum hérlendis, en Lyfjaeftirlitið birtir og kynnir bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA) um efni sem er óheimilt að nota í íþróttum og stendur að fræðslu og forvörnum gegn lyfjamisnotkun, auk þess að hvetja til rannsókna.

Rúmist vel innan sömu stofnunar

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er haft eftir Ásmundi Einari að það hafi verið mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og ÍSÍ stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands, en það var gert árið 2018.

,,Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun. Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum,“ er haft eftir ráðherranum.

Á vef Lyfjaeftirlitsins má nú þegar finna fræðsluefni gegn hagræðingu úrslita í íþróttum, auk þess sem þaðan er hægt að komast í sérstaka tilkynningagátt, þar sem hægt er að koma á framfæri ábendingum um hagræðingu úrslita, jafnvel án þess að gefa upp nafn. 

Ýmislegt fleira en fræðsla sem Ísland þarf að útfæra

Samkvæmt sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita er ýmislegt annað en fræðsla og forvarnir sem aðildarríki sáttmálans skuldbinda sig til að gera. 

Með því að setja forvarnir og fræðslu í hendur Lyfjaeftirlitsins má segja að Ísland sé að uppfylla 6. grein sáttmálans, þar sem kveðið er á um að aðilar hans beiti sér fyrir fræðslu og forvörnum, en auk þess er í 5. grein sáttmálans lagt upp með að aðilar að honum skuli framkvæma sérstakt áhættumat varðandi hagræðingu úrslita í samstarfi við íþróttahreyfinguna, veðmálafyrirtæki og fleiri aðila. 

Einnig skuldbinda aðilar sáttmálans sig, samkvæmt 8. grein, til þess að grípa til aðgerða, með lagasetningu eða öðrum leiðum, til þess að tryggja „viðeigandi gagnsæi“ varðandi fjármögnun allra íþróttasamtaka sem njóta stuðnings ríkisins. 

Samkvæmt 11. grein sáttmálans eiga aðildarríki sáttmálans svo að berjast gegn ólöglegri veðmálastarfsemi, og skulu íhuga að grípa til aðgerða í þeim efnum sem t.d.  gætu falist í að takmarka aðgang neytenda að ólöglegri veðmálastarfsemi, m.a. með því að hefta fjárflæði á milli ólögmætra veðmálasíðna og neytenda.

Einnig á hver aðili sáttmálans, samkvæmt 12. grein hans, að stuðla að upplýsingaskiptum á milli yfirvalda, íþróttasamtaka, veðmálavefsíðna og annarra aðila, bæði í því skyni að framkvæmda áhættumatið sem kveðið er á um í 5. grein sáttmálans og einnig ef til rannsókna kemur sem varða hagræðingu úrslita í íþróttum.

Til þessa hefur sáttmálinn eingöngu tekið gildi í Grikklandi, Noregi, Portúgal, Moldavíu, Sviss, Úkraínu og á Ítalíu, en alls hafa á fjórða tug ríkja undirritað sáttmálann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár