Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Ráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mun skipa nýjan ráðuneytisstjóra til fimm ára frá og með 1. mars 2023. Mynd: Davíð Þór

Sjö umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Staðan var auglýst 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar 2023.

Umsækjendurnir eru: 

  • Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri
  • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri
  • Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
  • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis í janúar í fyrra. Skúli var fluttur úr embætti ríkisendurskoðanda í starf ráðuneytisstjóra  á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem kveðið er á um heim­ild til flutn­ings emb­ætt­is­manna rík­is­ins milli starfa. Lagagreinin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri í kjölfar ráðninga í störf embættismanna án auglýsingar. 

Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Formaður hæfnisnefndarinnar er Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og aðrir nefndarmenn eru Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Miðað við söguna þá gæti þessi ráðning farið í hundana og jafnvel kostað ríkissjóð mörg hundruð milljónirl
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ekkert vit annað enn að ráða Framsóknarmann í jobbið !! :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár