Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Ráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mun skipa nýjan ráðuneytisstjóra til fimm ára frá og með 1. mars 2023. Mynd: Davíð Þór

Sjö umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Staðan var auglýst 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar 2023.

Umsækjendurnir eru: 

  • Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri
  • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri
  • Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
  • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis í janúar í fyrra. Skúli var fluttur úr embætti ríkisendurskoðanda í starf ráðuneytisstjóra  á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem kveðið er á um heim­ild til flutn­ings emb­ætt­is­manna rík­is­ins milli starfa. Lagagreinin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri í kjölfar ráðninga í störf embættismanna án auglýsingar. 

Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Formaður hæfnisnefndarinnar er Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og aðrir nefndarmenn eru Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Miðað við söguna þá gæti þessi ráðning farið í hundana og jafnvel kostað ríkissjóð mörg hundruð milljónirl
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ekkert vit annað enn að ráða Framsóknarmann í jobbið !! :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár