Sjö umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Staðan var auglýst 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar 2023.
Umsækjendurnir eru:
- Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
- Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri
- Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
- Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri
- Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
- Þröstur Óskarsson, sérfræðingur
Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis í janúar í fyrra. Skúli var fluttur úr embætti ríkisendurskoðanda í starf ráðuneytisstjóra á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimild til flutnings embættismanna ríkisins milli starfa. Lagagreinin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri í kjölfar ráðninga í störf embættismanna án auglýsingar.
Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.
Formaður hæfnisnefndarinnar er Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og aðrir nefndarmenn eru Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023.
Athugasemdir (2)