Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu

Rekstr­ar­töl­ur Bjargs íbúða­fé­lags benda til að fólk noti barna­bæt­ur til greiða nið­ur van­skil á leigu­greiðsl­um. Sömu töl­ur sýna að van­skil hafa auk­ist veru­lega síð­asta hálfa ár­ið. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og vara­formað­ur stjórn­ar Bjargs, vill að Al­þingi setji neyð­ar­lög sem stöðvi hækk­un leigu­greiðslna.

Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Vill neyðarlög og hvalrekaskatt Ragnar Þór vill að sett verði þak á hækkanir á húsaleigu með neyðarlögum og hvalrekaskattur lagður á bankana til að fjármagna aðstoð við fólk á húsnæðismarkaði. Mynd: Eyþór Árnason

Sterkar vísbendingar um það að fjárhagsstaða fólks sé farin að þrengjast mjög má greina í auknum vanskilum hjá leigjendum Bjargs íbúðafélags. Greina má töluverða aukningu vanskila í rekstrartölum félagsins frá miðju síðasta ári, sem náðu hámarki í desember mánuði. Þá er margt sem bendir til þess að fólk nýti í töluverðum mæli útgreiddar vaxtabætur til að vinna niður vanskil á leigumarkaði.

Í meðfylgjandi grafi má sjá að frá byrjun árs 2021 og fram um mitt ár 2022 voru vanskil á leigugreiðslum leigjenda Bjargs nokkuð rokkandi. Sjá má að í mái og júní árið 2021 drógust vanskil nokkuð skarpt saman en barnabætur eru greiddar út 1. maí og 1. júní. Barnabætur eru einnig greiddar út 1. febrúar og 1. október. Ekki er hægt að greina að dragi mikið úr vanskilum milli febrúar og mars árið 2021 en vanskil dragast saman milli september mánaðar og til nóvember.

Sveiflurnar eru ekki eins greinilegar árið 2022 en vanskil eru þá almennt meiri en árið áður. Þó má sjá að úr vanskilum dregur í maí og júní árið 2022. Frá miðju ári aukast vanskil hins vegar töluvert, þó eilítið dragi þar úr þegar barnabætur er greiddar út í október.

„Þegar að barnabætur eru greiddar út minnka vanskil, svo fara þau vaxandi“
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og varaformaður stjórnar Bjargs segir að þetta veki hrollvekjandi áhyggjur af stöðu launþega, einkum í ljósi þess að Bjarg sé óhagnaðardrifið leigufélag og innheimt hvað lægstu, ef ekki lægstu, leigu á leigumarkaði. „Þegar að barnabætur eru greiddar út minnka vanskil, svo fara þau vaxandi, minnka svo aftur við næstu útgreiðslu barnabóta og þannig koll af kolli. Þetta sýnir bara hversu mikið staðan er að þrengjast hjá fólki, það er að nota allt sem það getur til að komast af. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er hjá hinum leigufélögunum, í ljósi þess að þetta er staðan hjá Bjargi sem er óhagnaðardrifið leigufélag með lága leigu, líklega þá lægstu á markaðnum,“ segir Ragnar.

Nota barnabæturnar til að greiða niður vanskilNokkuð glöggt má sjá hvernig vanskil leigjenda Bjargs dragast saman við útgreiðslu barnabóta en aukast svo aftur á ný.

Dæmi um allt að 85 þúsund króna hækkanir

Ragnar segir enn fremur að hann fái mikinn fjölda pósta og ábendinga frá fólki á leigumarkaði, sem greini frá gríðarlegum hækkunum á leigugreiðslum. Nefnir hann hækkanir um allt að 85 þúsund krónur. Svipaðar tölur hafa verið settar fram af fólki í Umræðuhópi leigjenda á Facebook. Þá greindi Brynja Bjarnadóttir frá því á síðasta ári að Alma leigufélag hefði hækkað leigu á íbúð hennar um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund krónum í 325 þúsund. Það jafngildir 30 prósenta hækkun og í umfjöllun Stundarinnar í desember síðastliðnum kom fram að hækkanir á leigu hjá Ölmu hefðu verið gegnumgangandi 20 til 30 prósent á síðasta ári.

„Það eru dæmi um að leiga hækki úr 275 þúsund plús rafmagn upp í 360 þúsund plús rafmagn. Ég hef fleiri dæmi, til að mynda um hækkun á leigu upp á 85 þúsund krónur,“ segir Ragnar.

„Stjórnmálafólkið okkar, ráðamenn þjóðarinnar, þetta er veruleikafirrt lið“
Ragnar Þór Ingólfsson

Skammt er síðan VR náði samkomulagi um kjarasamninga við Vinnuveitendur þar sem hámarkshækkanir voru um 66 þúsund krónur fyrir skatta.  „Ef við hefðum átt að hafa við þessum hækkunum, allt að 85 þúsund krónum á mánuði í leigu, hefði ég þurft að semja um 140 þúsund króna launahækkun á mánuði, bara til að mæta þessum kostnaðarlið. Síðan á eftir að tína til allt annað, hækkandi verðlag, hækkandi komugjöld, gjaldskrárhækkanir hins opinbera, bara nefndu það. Það er útilokað fyrir verkalýðshreyfinguna að ná utan um þennan kostnaðarauka hjá fólki. Hvernig væri staðan ef við hefðum gert kjarasamning þar sem þetta hefði verið tekið inn í myndina, og laun hefðu hækkað um 200 þúsund krónur eða meira? Það hljóta allir að sjá að dæmið gengur ekki upp, hvernig sem þú lítur á það,“ segir Ragnar.

Ábyrgðin hjá stjórnvöldum og Seðlabanka

Ragnar vill draga stjórnvöld og Seðlabanka Íslands til ábyrgðar á því hvernig komið sé. Ekki hafi verið komið á leiguvernd þrátt fyrir að barist hafi verið fyrir því um langt skeið. Þár þurfi að bregðast við þeirri stöðu sem fólk sem tekið hafi óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, en staða þeirra hafi versnað gríðarlega síðustu misseri. „Þeirra staða er svakaleg, við höfum fjölmörg dæmi um fólk með slík lán þar sem greiðslubyrði hefur aukist gríðarlega. Síðan verðum við að finna lausn á þeim vanda þeirra þúsunda heimila sem eru með óverðtryggð lán sem standa frammi fyrir því að vaxtaendurskoðun sé fram undan á næstu einu til tveimur árum. Þeim lánum sem fara frá því að vera með fasta vexti og yfir í breytilega. Þau heimili gætu verið á fá yfir sig, í einum vetfangi, 100 þúsund krónur plús í hækkun á afborgunum. Þetta eru svakalegar tölur en þetta er staða sem blasir við og það virðist enginn vera að spá í þessu. Bjarni Benediktsson var nú bara á Alþingi á dögunum að ræða hvað staða heimilanna væri gríðarlega góð, hugsaðu þér. Stjórnmálafólkið okkar, ráðamenn þjóðarinnar, þetta er veruleikafirrt lið,“ segir Ragnar og vandar hvorki stjórnvöldum né Seðlabankanum kveðjurnar.

„Það er hægt að færa fyrir því mörg rök að Seðlabankinn hafi gert margvísleg mistök, með því að lækka hér vexti án þess að koma með mótvægisaðgerðir, að ganga ekki úr skugga um að framboð á húsnæði væri tryggt til að mæta aukinni eftirspurn. Mistök bankans liggja í báðar áttir, að lækka stýrivexti svona skarpt og síðan með því að beita svona háum stýrivaxtahækkunum til að kæla markað sem þeir áttu stærstan þátt í að skapa þenslu á. Ég var auðvitað ekki mótfallinn því að vextir lækkuðu en allir sérfræðingarnir innan Seðlabankans hefðu átt að vita hvað myndi gerast ef ekki kæmu til mótvægisaðgerðir.“

Byggja þarf meira, mun meira

Grundvallarvandinn sé, segir Ragnar, að byggja þurfi mun meira en byggt hefur verið til þessa, það þurfi að vera hagkvæmt og  mun stærri hluti íbúðarhúsnæðis þurfi að vera eyrnamerktur inn í lághagnaðar- og óhagnaðardrifin kerfi. Ragnar segir að eins og staðan sé núna þurfi að berjast fyrir hverri lóð og hverri krónu sem komi inn í verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Hluti vandamálsins sé að fjárfestar séu að koma í stórum stíl inn á húsnæðismarkaðinn. „Þar hefði verið hægt að grípa inn í með því að banna lögaðilum að kaupa húsnæði, tímabundið. Það hefði verið hægt að gera ótal margt en í staðinn refsar Seðlabankinn skuldugum heimilum, og skuldugum fyrirtækjum. Fyrirtækjum sem geta ekkert gert annað en að velta vaxtahækkunum út í verðlagið, rétt eins og launahækkunum og hækkunum á aðföngum. Það er líka verðbólguhvetjandi. Á meðan að Seðlabankinn viðurkennir ekki mistök sín þá hefur hann ekki trúverðugleika.“

Vill sækja fjármuni til þeirra sem hagnast á stöðunni

Ragnar hefur, í þessu ljósi, ekki trú á því að Seðlabankinn muni bregðast við og lækka stýrivexti skarpt. Þess vegna kallar hann eftir öðrum aðgerðum. „Það á bara að gera það sem er gert í kringum okkur, í Evrópu og á Norðurlöndunum. Þar hafa verið sett neyðarlög um hvað megi hækka húsaleigu, meðal annars var það gert í Danmörku.“ Það sem Ragnar vísar þarna til er að danska þingið samþykkti í lok ágúst síðastliðins að leigusölum í Danmörku yrði óheimilt að hækka leigu um meira en fjögur prósent næstu tvö árin, sem viðbragð við hækkandi verðbólgu þar í landi.

„Það er hægt að setja lög tímabundið á leigumarkaðinn, löggjafinn getur gert það mjög hratt ef hann hefur vilja til að stemma stigu við hækkandi leiguverði. Þá er líka hægt að gera annað, sem einnig hefur verið gert í Evrópu, og það er að setja á hvalrekaskatt á stórfyrirtæki. Í Evrópu hafa slíkir skattar til dæmis verið settir á orkufyrirtækin sem hafa verið að mala gull í núverandi ástandi. Þetta hefur verið gert til að greiða tímabundið niður orkukostnað hjá evrópskum heimilum. Hér á landi á að setja strax á háan bankaskatt á hagnað bankanna, sem hafa hagnast ævintýralega á þessu ástandi. Vaxtamunur bankanna hefur aukist, vaxtaálag bankanna hefur aukist og hreinar vaxtatekjur bankanna hafa aukist alveg gríðarlega.“

Í frétt Stundarinnar í október síðastliðnum var greint frá því að stóru viðskiptabankarnir þrír hefðu auki vaxtamun sinn á síðustu misserum, og með því hefðu vaxtatekjur bankanna aukist verulega. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs hafði Landsbankinn þannig 11,2 milljarða króna í hreinar vaxtatekjur, sem samsvarar 80 prósentum af öllum rekstrartekjum bankans á því tímabili. Íslandsbanki hagnaðist um 10,3 milljarða króna í hreinar vaxtatekjur og Arion banki um 9,8 milljarða króna á sama tímabili.

Ragnar segir að eigi að fara út í neyðaraðgerðir til að koma fólkinu í landinu til bjargar, aðgerðir aðrar en þær að lækka vaxtastig, þá séu fjölmargar leiðir til í þeim efnum. Koma þurfi til móts við þá hópa sem ekki hafi getað fest vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum sínum. „Það er hægt að gera eins og eftir hrun, þegar greiddar voru sérstakar vaxtabætur. En það þarf að fjármagna þær með því að sækja fjármuni til þeirra sem eru að hagnast mest á þessu ástandi. Sem sagt í bankakerfið, með bankaskatti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Mjög mikilvægur málflutningur hjá Ragnari. Í góðu samræmi við málflutning Eflingar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu