Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Valdbeiting og misnotkun í tilfinningasamböndum

Verk­ið tal­ar beint inn í sam­tíma okk­ar og er áleit­ið inn­legg í um­ræðu vorra tíma um vald­beit­ingu og mis­notk­un í til­finn­inga­sam­bönd­um. En Marius von Mayen­burg tekst að lyfta efn­inu upp á hærra plan, skrif­ar leik­hús­fræð­ing­ur­inn og rýn­ir­inn Jakob Jóns­son.

Valdbeiting og misnotkun í tilfinningasamböndum
Leikhús

Ell­en B.

Höfundur Marius von Mayenburg
Þjóðleikhúsið
Gefðu umsögn

Ellen B. er fyrsti hluti þríleiks Mariusar von Mayenburg sem Þjóðleikhúsið frumsýnir fyrst leikhúsa; hinir tveir leikirnir eru Ex og Egal (alveg sama) og verða sýndir síðar á þessu ári. Marius von Mayenburg er eitt stórvirkasta leikskáld Evrópu nú um mundir, verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála og leikin á helstu leiksviðum álfunnar.

Ellen B. er kammerverk fyrir þrjá leikara, sett upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikmyndin er mínímalísk, upphækkun á miðju sviði með ljósaferningi yfir hvítum sófa. Leikmunir einskorðast við vínflöskur, glös, bók og tuskudúkku. Sýningin stendur og fellur með leikurunum og list þeirra – og reyndar skal ekki látið hjá líða að nefna að list leikarans hér var einnig vel studd af lýsingu Björns Bergsteins Guðmundssonar, sem minnti á köflum á rannsóknarstofu, og tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar og hljóðmynd hans og Arons Þórs Arnarssonar, sem rétt eins og leikmyndin lét lítið yfir sér, en hnykkti á þeim áherslum sem sagan býr yfir.

Þær Astrid (Unnur Ösp) og Klara (Ebba Katrín) búa saman; aldursmunur á milli þeirra er nokkur, enda kynntust þær þegar Klara var nemandi Astridar í skóla. Þegar leikurinn hefst á Astrid von á heimsókn skólastjórans í skólanum þar sem hún starfar og það kemur í ljós að Klöru er mátulega um þá heimsókn gefið. Þegar Úlfur (Benedikt) birtist fer af stað atburðarás þar sem ásakanir og uppgjör ganga á víxl – Ellen B. er þar ákveðinn miðpunktur – og eftir því sem á líður reynist æ erfiðara að festa hendur á hvað er satt og hverju er logið. Á endanum eru þær stöllur einar eftir í lokauppgjöri sem hefur verið nánast upp á líf og dauða.

Hér skal engu upp ljóstrað um gang leiksins – en það er óhætt að segja að enginn verður fyrir vonbrigðum með átökin, verkið talar beint inn í samtíma okkar og er áleitið innlegg í umræðu vorra tíma um valdbeitingu og misnotkun í tilfinningasamböndum. En Marius von Mayenburg tekst að lyfta efninu upp á hærra plan, það nær á köflum mýtólógískum hæðum – varpar fram spurningum, og skilur áhorfandann eftir til að leita svara í eigin sálarkimum. Þó ekki væri nema þess vegna á Ellen B. skilið að lifa lengi á fjölum leikhússins.

Mér er þó satt að segja spurn af hverju þessi sýning var sett upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið er kammerleikur og þótt upphækkunin á sviðinu og ljósaferningurinn fyrir ofan hana minni á hnefaleikahring og smækki sjálft leiksvæðið, þá eru hreyfingar leikaranna utan upphækkunarinnar truflandi. Þetta er lítil sýning á of stóru sviði og stærð sviðsins dregur úr mætti leikaranna, sem ná þó allir að fylla salinn og leyfa hverjum hljómi og hverju svipbrigði að ná allt á aftasta bekk. Hefðu ekki Kassinn eða jafnvel Þjóðleikhúskjallarinn verið betra rými fyrir þessa sýningu?

Það er unun að hlusta á meðferð leikaranna á tungumálinu. Hver einasta replikka hljómar eðlilega, sprottin úr aðstæðum og samspili persónanna – eina undantekningin á þessu er upphafsatriðið, þar sem er helstil mikið óðagot á þeim Unni Ösp og Ebbu Katrínu; það hefði farið betur á að leyfa báðum karakterum að hvíla í aðstæðum, leyfa áhorfendum að kynnast þeim betur og átta sig á sambandi þeirra. Eins og hér var gert fór forgörðum sú líkamlega nánd, sem telja má eðlilegt að enn lifi á milli þeirra.

Að öðrum ólöstuðum er Benedikt Erlingsson meistari hins talaða orðs. Hann hefur þennan sjaldgæfa hæfileika að geta breytt um hugsun og stefnu í miðju orði, þannig að hann á einu andartaki skapar heilt únívers af margræðum hugrenningatengslum. Það er unun að hlýða á slíka meðferð á texta.


Þýðing: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd og búningar: Nina Wetzel
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson
Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Benedikt Erlingsson
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár