Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.

Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
Fjöldi Íbúum Íslands hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Samsetning þeirra er líka að taka miklum breytingum. Mynd: Shutterstock

1 11.800 fleiri íbúar

Alls bjuggu 387.800 manns á Íslandi í lok síðasta árs. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 11.800 á einu ári. Þar af fjölgaði Reykvíkingum um 4.350, og mest allra. Það er ekki óvenjulegt, enda Reykjavíkurborg langstærsta sveitarfélag landsins þar sem 36 prósent landsmanna búa. Alls fæddust 4.420 manns á Íslandi á árinu 2022 og 2.700 dóu. Næstum tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa nú á höfuðborgarsvæðinu, eða 64 prósent. Það er nánast sama hlutfall og ári áður.


2 Kynsegin fjölgaði um 86 prósent

Karlarnir á Íslandi eru fleiri en konurnar og munurinn eykst milli ára. Alls voru karlarnir 199.840 í lok desember síðastliðinn en konurnar 187.840. Þessa miklu aukningu karla má rekja til þess að fleiri slíkir flytja til landsins til að starfa en konur. Fólki sem er skráð kynsegin fjölgaði á síðasta ári þegar fjöldi þess fór úr 70 í 130. Það er aukning upp á 86 prósent á einu ári.


3 Erlendir ríkisborgarar 65.090

Meginþorri fjölgunarinnar á síðasta ári var til kominn vegna þess að erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins. Alls fjölgaði þeim um 10.320. Þeir voru því 87 prósent aukningarinnar á árinu 2022. Erlendir ríkisborgarar með heimilisfesti á Íslandi voru 65.090 um síðustu áramót, eða 16,7 prósent þeirra 387.800 sem þá bjuggu á landinu. Um er að ræða mikla breytingu á skömmum tíma. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda fór fyrst yfir fimm prósent hérlendis árið 2006 og yfir tíu prósent árið 2017. Erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári áður.


4 70 prósent settust að í Reykjavík

Erlendum ríkisborgurum sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 6.330 í fyrra og voru 40.910 um nýliðin áramót. Þar af bjuggu 70 prósent í Reykjavík, eða alls 28.620 manns. Það er vel umfram hlutfall Reykvíkinga af öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, en þeir voru tæplega 57 prósent þeirra í lok síðasta árs. 


5 20 prósent íbúa höfuðborgarinnar erlend

Alls fjölgaði erlendum ríkisborgurum í Reykjavík um 4.460 á árinu 2022, sem þýðir að sjö af hverjum tíu slíkra sem settust að á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári búa í Reykjavík og fimmti hver íbúi höfuðborgarinnar er nú erlendur ríkisborgari.


6 Fækkaði um 10 á Seltjarnarnesi

Fæstir erlendir ríkisborgarar á höfuðborgarsvæðinu búa á Seltjarnesi, eða 440 alls. Þeim fækkaði um tíu á árinu 2022. Alls eru þeir 9,4 prósent íbúa Seltjarnarness. Garðabær kemur þar á eftir með 1.150 erlenda ríkisborgara, sem eru einungis sex prósent íbúa bæjarins. Erlendum ríkisborgurum í Garðabæ fjölgaði um 200 á síðasta ári.


7 Næstum 30 prósent íbúa í Reykjanesbæ

Af stærri sveitarfélögum landsins eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarar með búsetu í Reykjanesbæ. Þar eru þeir 6.470, eða rúmlega 29 prósent þeirra 22.060 íbúa sem bjuggu í sveitarfélaginu í lok árs 2022.


8 23.354 Pólverjar en 19.980 Akureyringar

Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir sem hafa búsetu á Íslandi koma frá Póllandi. Þeir voru 23.345 í byrjun árs 2023 samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Því búa fleiri Pólverjar á Íslandi en búa í heild í Reykjanesbæ (22.060), Akureyrarbæ (19.980) og Garðabæ (18.890). Ef allir íbúar landsins sem eru með pólskt ríkisfang byggju í sama sveitarfélagi væri það fjórða stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.


9 640 fleiri fóru en komu

Alls voru aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári 9.910 talsins, en 640 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott en til Íslands á árinu 2022. Það er umtalsverð breyting frá árunum 2020 og 2021, þegar 1.330 íslenskir ríkisborgarar fluttu til landsins umfram þá sem fluttu frá því. Á þeim árum geisaði kórónuveirufaraldur sem olli því að mun færri Íslendingar fluttu af landi brott en áður. Árið 2020 fluttu einungis 2.190 íslenskir ríkisborgarar af landi brott, og höfðu þá ekki verið færri á einu ári síðan 1993. Ári síðar voru þeir enn færri, eða 1.590 talsins.


10 2.521 frá Úkraínu

Hlutfallslega hefur fólki frá Úkraínu fjölgað langmest hérlendis síðastliðið rúmt ár. Alls bjuggu 239 manns þaðan hér á landi í byrjun desember 2021 en 2.521 í byrjun þessa árs. Um er að ræða fólk sem er að flýja stríðs­á­stand í Úkra­ínu, en um 60 pró­sent allra sem sóttu um vernd á Íslandi á síðasta ári komu það­an.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tíu staðreyndir

Tugmilljarða Sundabraut á leið í umhverfismatsferli – aftur
Tíu staðreyndir

Tug­millj­arða Sunda­braut á leið í um­hverf­is­mats­ferli – aft­ur

Ým­is­legt er enn á huldu um Sunda­braut, þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gef­ið út að fram­kvæmd­in geti haf­ist ár­ið 2026 og kveð­ið sé á um það í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að braut­in verði tek­in í notk­un ár­ið 2031. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um þetta mikla sam­göngu­verk­efni, sem mun fara í um­hverf­is­mats­ferli á ár­inu sem nú er nýhaf­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár