Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.

Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
Fjöldi Íbúum Íslands hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Samsetning þeirra er líka að taka miklum breytingum. Mynd: Shutterstock

1 11.800 fleiri íbúar

Alls bjuggu 387.800 manns á Íslandi í lok síðasta árs. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 11.800 á einu ári. Þar af fjölgaði Reykvíkingum um 4.350, og mest allra. Það er ekki óvenjulegt, enda Reykjavíkurborg langstærsta sveitarfélag landsins þar sem 36 prósent landsmanna búa. Alls fæddust 4.420 manns á Íslandi á árinu 2022 og 2.700 dóu. Næstum tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa nú á höfuðborgarsvæðinu, eða 64 prósent. Það er nánast sama hlutfall og ári áður.


2 Kynsegin fjölgaði um 86 prósent

Karlarnir á Íslandi eru fleiri en konurnar og munurinn eykst milli ára. Alls voru karlarnir 199.840 í lok desember síðastliðinn en konurnar 187.840. Þessa miklu aukningu karla má rekja til þess að fleiri slíkir flytja til landsins til að starfa en konur. Fólki sem er skráð kynsegin fjölgaði á síðasta ári þegar fjöldi þess fór úr 70 í 130. Það er aukning upp á 86 prósent á einu ári.


3 Erlendir ríkisborgarar 65.090

Meginþorri fjölgunarinnar á síðasta ári var til kominn vegna þess að erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins. Alls fjölgaði þeim um 10.320. Þeir voru því 87 prósent aukningarinnar á árinu 2022. Erlendir ríkisborgarar með heimilisfesti á Íslandi voru 65.090 um síðustu áramót, eða 16,7 prósent þeirra 387.800 sem þá bjuggu á landinu. Um er að ræða mikla breytingu á skömmum tíma. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda fór fyrst yfir fimm prósent hérlendis árið 2006 og yfir tíu prósent árið 2017. Erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári áður.


4 70 prósent settust að í Reykjavík

Erlendum ríkisborgurum sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 6.330 í fyrra og voru 40.910 um nýliðin áramót. Þar af bjuggu 70 prósent í Reykjavík, eða alls 28.620 manns. Það er vel umfram hlutfall Reykvíkinga af öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, en þeir voru tæplega 57 prósent þeirra í lok síðasta árs. 


5 20 prósent íbúa höfuðborgarinnar erlend

Alls fjölgaði erlendum ríkisborgurum í Reykjavík um 4.460 á árinu 2022, sem þýðir að sjö af hverjum tíu slíkra sem settust að á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári búa í Reykjavík og fimmti hver íbúi höfuðborgarinnar er nú erlendur ríkisborgari.


6 Fækkaði um 10 á Seltjarnarnesi

Fæstir erlendir ríkisborgarar á höfuðborgarsvæðinu búa á Seltjarnesi, eða 440 alls. Þeim fækkaði um tíu á árinu 2022. Alls eru þeir 9,4 prósent íbúa Seltjarnarness. Garðabær kemur þar á eftir með 1.150 erlenda ríkisborgara, sem eru einungis sex prósent íbúa bæjarins. Erlendum ríkisborgurum í Garðabæ fjölgaði um 200 á síðasta ári.


7 Næstum 30 prósent íbúa í Reykjanesbæ

Af stærri sveitarfélögum landsins eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarar með búsetu í Reykjanesbæ. Þar eru þeir 6.470, eða rúmlega 29 prósent þeirra 22.060 íbúa sem bjuggu í sveitarfélaginu í lok árs 2022.


8 23.354 Pólverjar en 19.980 Akureyringar

Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir sem hafa búsetu á Íslandi koma frá Póllandi. Þeir voru 23.345 í byrjun árs 2023 samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Því búa fleiri Pólverjar á Íslandi en búa í heild í Reykjanesbæ (22.060), Akureyrarbæ (19.980) og Garðabæ (18.890). Ef allir íbúar landsins sem eru með pólskt ríkisfang byggju í sama sveitarfélagi væri það fjórða stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.


9 640 fleiri fóru en komu

Alls voru aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári 9.910 talsins, en 640 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott en til Íslands á árinu 2022. Það er umtalsverð breyting frá árunum 2020 og 2021, þegar 1.330 íslenskir ríkisborgarar fluttu til landsins umfram þá sem fluttu frá því. Á þeim árum geisaði kórónuveirufaraldur sem olli því að mun færri Íslendingar fluttu af landi brott en áður. Árið 2020 fluttu einungis 2.190 íslenskir ríkisborgarar af landi brott, og höfðu þá ekki verið færri á einu ári síðan 1993. Ári síðar voru þeir enn færri, eða 1.590 talsins.


10 2.521 frá Úkraínu

Hlutfallslega hefur fólki frá Úkraínu fjölgað langmest hérlendis síðastliðið rúmt ár. Alls bjuggu 239 manns þaðan hér á landi í byrjun desember 2021 en 2.521 í byrjun þessa árs. Um er að ræða fólk sem er að flýja stríðs­á­stand í Úkra­ínu, en um 60 pró­sent allra sem sóttu um vernd á Íslandi á síðasta ári komu það­an.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tíu staðreyndir

Tugmilljarða Sundabraut á leið í umhverfismatsferli – aftur
Tíu staðreyndir

Tug­millj­arða Sunda­braut á leið í um­hverf­is­mats­ferli – aft­ur

Ým­is­legt er enn á huldu um Sunda­braut, þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gef­ið út að fram­kvæmd­in geti haf­ist ár­ið 2026 og kveð­ið sé á um það í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að braut­in verði tek­in í notk­un ár­ið 2031. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um þetta mikla sam­göngu­verk­efni, sem mun fara í um­hverf­is­mats­ferli á ár­inu sem nú er nýhaf­ið.

Mest lesið

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
4
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
9
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár