Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli

Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.

Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Í umsögn Útvarps Sögu um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem ætlað er að framlengja opinberan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla út árið 2024, segir að stjórnendur útvarpsstöðvarinnar telji úthlutun ríkisstyrkja til fjölmiðla dragi úr trúverðugleika þeirra, fyrirkomulagið sé til þess fallið að „skapa tortryggni“ og bjóði upp á „frændhygli“. Óeðlilegt sé að „ríkisstjórn geti tryggt sér vinsældir hjá fjölmiðlum“ með því útdeila ríkisstyrkjum.

Ef áfram eigi að útdeila ríkisstyrkjum til fjölmiðlafyrirtækja með þeim hætti sem lagt sé upp með í frumvarpinu eigi þó „allir fjölmiðlar að standa jafnt að vígi í lagalegu tilliti“, að mati stjórnenda útvarpsstöðvarinnar.

Stjórnendur Útvarps Sögu segjast andvígir frumvarpi ráðherra og telja það viðhalda óheilbrigðu samkeppnisumhverfi einkarekinna fjölmiðla og viðhalda „forréttindastöðu“ RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Í umsögninni segir að Útvarp Saga hafi bent á það allt frá árinu 2006 að til þess að leysa fjárhagsvanda einkarekinna fjölmiðla sé eðlilegt að nefskattur í núverandi mynd verði aflagður sem tekjustofn Ríkisútvarpsins. Lausn stjórnenda útvarpsstöðvarinnar á fjárhagsvanda einkarekinna miðla er að í tekið verði upp „fjölmiðlagjald eða þjónustugjald sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar, þar með talið RUV, hefðu möguleika á að fá lögbundnar tekjur. Allir landsmenn, sem nú greiða nefskatt, gætu þess í stað greitt þjónustugjald til þess fjölmiðils sem skattgreiðandi sjálfur ákveður ár hvert.“

Verið að fresta því að takast á við vanda fjölmiðla

Fleiri fjölmiðlafyrirtæki hafa á undanförnum dögum sent inn umsagnir til þingsins vegna frumvarps Lilju. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segir að fyrirliggjandi frumvarp breyti litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann“.

Í umsögn fyrirtækisins er segir að stuðningur við einkarekna fjölmiðla nýtist fjölmiðlum misvel, og síður þeim sem hafa stórar ritstjórnir, sökum þess hve þakið á styrkjum til hvers fjölmiðils sé lágt.

„Þannig er stuðningur á starfsmann hjá Árvakri til að mynda rúmlega 0,5 milljónir króna en hjá smærri mið!um er hann gjarnan 1,5-2 milljónir króna. Á þessu sést að reglurnar um þakið hér á landi skekkja verulega samkeppnisstöðuna á fjölmiðlamarkaði og mismuna í raun starfsmönnum fjölmiðla eftir því hvort þeir starfa á stórum eða litlum fjölmiðli,“ segir í umsögn Árvakurs, sem bendir á að ríkið gæti einnig veitt óbeinan stuðning við einkarekna miðla, eins og að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum eða með því að afnema í heild að að hluta tryggingagjald starfsmanna fjölmiðla.

„Ef veita á beinan rekstrarstuðning þarf að horfa til þess að hann sé einfaldur, sanngjarn cg nýtiist til að styðja við raunverulega fjölmiðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýtist lítið eða skekki jafnvel samkeppnisstöðuna, eins og raunin er við núverandi fyrirkomulag,“ segir í umsögn Árvakurs.

Síminn, sem ekki rekur fréttamiðil, sendi einnig umsögn til þingsins þar sem fyrirtækið kemur því á framfæri að það telji „fullt tilefni til að vara við samþykkt frumvarpsins“ sem sé að þess mati „frekar til þess fallið að viðhalda og jafnvel auka samkeppnisleg vandamál á markaði, heldur en að leysa þau“.

„Frumvarpið sem nú er lagt fram viðheldur einungis meingölluðu fyrirkomulagi þar sem flestar fréttaveitur landsins yrðu áfram að hluta til á framfæri hins opinbera. Eina leiðin til þess að lagfæra þá stöðu er að ríkisfyrirtækið hætti samkeppni á einkamarkaði,“ segir í umsögn Símans, þar sem lögð er áhersla á að umsvif RÚV á innlendum auglýsingamarkaði sé skaðleg.

„Tilgangur fyrirhugaðra lagabreytinga virðist vera að bæta fyrir ranglætið sem ríkisstuddur samkeppnisrekstur veldur með ríkisstuðningi við fórnarlömbin. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti," hafði Jón Hreggviðsson að segja um Dani Í Íslandsklukku Halldórs Laxness og eiga þau orð prýðilega við þessa fyrirætlan,“ segir í umsögn Símans, sem telur íslenskan fjölmiðlamarkað ekki verða eðlilegan fyrr en Alþingi komi „böndum á eigin fjölmiðlarekstur, Ríkisútvarpið“.

Styrkir hafi skipt sköpum

Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út netmiðillinn Austurfrétt og vikublaðið Austurgluggann, lýsir yfir ánægju með að til standi að halda áfram stuðningi við einkarekna miðla, og segir í umsögn fyrirtækisins að styrkirnir sem veittir hafa verið undanfarin misseri hafi „skipt sköpum við að halda fyrirtækinu á lífi“ á sama tíma og skref hafi verið stigin til að styrkja það til lengri tíma litið.

Í umsögn útgáfufélagsins er einnig vakin athygli á því að hægt væri að styrkja einkarekna fjölmiðla með skattheimtu á auglýsingafé sem fer úr landi til fyrirtækja á borð við Facebook og Google, sem myndi ekki bara bæta samkeppnisstöðu fjölmiðla heldur afla fé í ríkissjóð sem hægt væri að nota í að styðja við innlenda miðla. Einnig bendir forsvarsmaður útgáfufélags á að opinberir aðilar á borð við ríki, sveitarfélög og undirstofnanir séu umsvifamiklir auglýsendur. „Mikill styrkur væri í því fólginn ef ríkið setti sér stefnu um að kaupa auglýsingar í ritstýrðum fjölmiðlum,“ segir í umsögn Útgáfufélags Austurlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ekki er ég neitt að hafa áhyggjur af afkomunni ísjálfu sér í dag en samt sem áður er það aðal áherslan hjá mér að standa vel í skilum með mitt svo segir blessað fólkið að ég sé alveg stór skrýtin og líka mikið vangefin hvað hefur það fyrir sér í því
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
2
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár