Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi

Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.

Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju. Mynd: Vegagerðin

„Eins og ég hef upplifað það í samskiptum mínum við bæði [innviða]ráðuneytið og Vegagerðina þá eru menn í sjálfu sér ekkert að draga í land með Öxi. Menn eru að klára fullnaðarhönnun á veginum. Ég veit ekki annað en að það útboð fari af stað núna í vetur, fyrir vorið.“

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir í samtali við Kjarnann að mögulega muni hluti framkvæmda við nýjan veg um Öxi frestast um ár en enginn hafi rætt við hann um að setja eigi þessa mikilvægu samgöngubót, sem var eitt af leiðarstefum í sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi, „í salt“ vegna þenslu í samfélaginu líkt og fram kom í fréttum nýverið.

„Við erum að undirbúa fund núna með Vegagerðinni og eins með ráðherra til þess að fara yfir þessi mál,“ segir hann. „Því þetta skiptir gífurlega miklu máli fyrir þetta svæði, fyrir Austurland allt í rauninni, því þetta styttir svo flutningsleiðirnar suður, um sjötíu kílómetra. Þannig að þetta snýst ekki bara um vegtengingar innan Múlaþings. Einnig skiptir þetta verulegu máli fyrir ferðaþjónustuna.“

Axarvegur liggur um samnefnda heiði, Öxi, og er tenging milli Hringvegarins í Skriðdal og í Berufirði.

Axarvegur styttir leiðina milli Berufjarðar og Egilsstaða um sjötíu kílómetra.

Oft hefur verið fjallað um nauðsyn heilsársvegar um Öxi í gegnum tíðina og það urðu því stór tímamót í þessu baráttumáli er framkvæmdin var sett inn á samgönguáætlun og ákveðið að hefja framkvæmdir vorið 2023, þ.e. á þessu ári.

Björn Ingimarsson er sveitarstjóri í Múlaþingi.

„Það er alveg ljóst að menn ætluðu sér í þetta mikið, mikið, mikið fyrr,“ segir Björn. „Þetta yrði því ekki í fyrsta skipti sem þetta myndi frestast eitthvað. Ef ég man rétt þá átti Axarvegur að fara í framkvæmd árið 2010. En svo þegar hrunið kom þá var það slegið af.“

Hann ítrekar að vegurinn sé á fimm ára samgönguáætlun en hvort að framkvæmdirnar „hnikast eitthvað til, maður skal svo sem ekki útiloka það.“

Axarvegur verður svokallað samvinnuverkefni sem þýðir að stefnt var að verkhönnun, framkvæmd, rekstri og viðhaldi sem og fjármögnun í samstarfi við einkaaðila líkt og heimild er til í lögum.

Upphaflega var vegaframkvæmd um Öxi því boðin út ásamt hönnun en viðbrögð við því útboði voru takmörkuð, rifjar Björn upp. „Þannig að niðurstaðan varð sú að Vegagerðin klárar hönnunina algjörlega og býður svo eingöngu út framkvæmdina.“ Um þetta snúast því m.a. mögulegar tafir, því Vegagerðin vinnur nú að því, ólíkt því sem lagt var upp með, að hanna veginn að fullu.

En mynduð þið sætta ykkur við verulega seinkun á þessari framkvæmd, ef það yrði niðurstaða fundar með Vegagerðinni og ráðherra?

„Nei, við myndum að sjálfsögðu ekki gera það. Mér sýnist í rauninni að framkvæmdin sem menn sáu fyrir sér að færi af stað núna í ár, að trúlega verði meginhluti hennar ekki fyrr en 2024. Ef maður ætlar að vera raunsær.“

Eru þá fréttir sem birst hafa um að búið setja framkvæmdir við Axarveg „í salt“ vegna niðurskurðar orðum auknar?

„Ja, það eru alla vega ekki skilaboðin sem ég hef fengið frá forstjóra Vegagerðarinnar.“

Víðineshjalli í BerufirðiÁ efri myndinni er svæðið eins og það er í dag en á þeirri neðri hefur nýr vegur verið tölvuteiknaður.

Nýr og endurbættur vegur um fjallveginn Öxi var eitt af lykilatriðunum sem horft var til með sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í eitt sveitarfélag, Múlaþing. Björn segir að samgönguþátturinn hafi almennt verið eitt helsta áhersluatriðið í þeirri sameiningu. Fjórir þættir hvað varðar samgöngur voru settir á oddinn: Fjarðarheiðargöng, Axarvegur, vegabætur til Borgarfjarðar eystri og uppbygging Egilsstaðaflugvallar.

Framkvæmdum á vegabótum til Borgarfjarðar eystri er lokið og eftir standa því þrír þættir. Björn minnir á að allt séu það atriði sem skipti í raun allt Austurland máli, ekki aðeins íbúa í Múlaþingi. „Fjarðarheiðargöngin eru í rauninni á áætlun og við erum að sjá fram á að framkvæmdir við muna ganganna hefjist þegar á þessu ári. Egilsstaðaflugvöllur er í skipulagsfarvegi og Axarvegurinn rataði inn á fimm ára samgönguáætlun. Þannig að ég bind nú vonir við að okkur takist að ná öllum þessum markmiðum okkar.“

Björn segir ósköp eðlilegt að íbúum á Djúpavogi, sem lengi hafa beðið eftir vetrarfærum vegi til Egilsstaða, hafi brugðið við að sjá fréttir um að Axarvegur væri kominn „í salt“ vegna þenslu. Fulltrúum heimastjórnar Djúpavogs verði gefinn kostur á að sitja fund með forstjóra Vegagerðarinnar sem og fulltrúum heimastjórna annarra byggðakjarna Múlaþings. „Það er mjög mikilvægt að fulltrúar byggðakjarnanna sitji fundinn svo að um sé að ræða beint samtal, að það sé ekki þannig að ég eða einhver annar sé að bera boðin á milli. Í kjölfarið munum við svo meta það hvort að það sé ástæða til að vera með sérstakan íbúafund vegna þessara mála.“

Axarvegur verður ekki eina málið á dagskrá funda með innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar. Björn segir mörg önnur mál, s.s. almennar vegabætur og þjónustuþættir, bæði að vetri og sumri, þarfnast umræðu. „Fjarðarheiðargöngin, Öxi og Egilsstaðaflugvöllur eru stóru áherslumálin en það er alveg ljóst að það þarf að bæta vegtengingar innan sveitarfélagsins og úti í sveitunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár