Samherji hf. og tengd félög hafa gengist við því að hafa ekki greitt skatta í samræmi við lög og reglur vegna félaga í eigu samstæðunnar erlendis. Samstæðan taldi fram tekjur sínar að nýju og greiddi allt það sem Skatturinn gerði kröfu um að hún myndi greiða. Þegar með er talin greiðsla vegna vangoldinna skatta sem barst í fyrra frá Færeyjum, og átti lögum samkvæmt að greiðast á Íslandi, hefur Samherjasamstæðan greitt nálægt hálfum milljarði króna til íslenskra skattayfirvalda vegna vangoldinna skatta og álags á einu ári. Þá á eftir að reikna dráttarvexti á skuldina, en hluti hennar er frá árinu 2012. Samherji gerði ekki ágreining um neitt þeirra atriða sem skattayfirvöld töldu að fælu í sér skattasniðgöngu. Stundin hafði í nóvember greint frá því hverjar kröfur Skattsins á hendur Samherja væru.
Nokkur mál
Greiðslurnar skiptast þannig að Samherji hf. greiddi 60 milljónir króna í viðbótarskatta vegna þess að félagið stóð …
Athugasemdir