Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1003. spurningaþraut: Hér er spurt um Ljósufjöll, og fleira

1003. spurningaþraut: Hér er spurt um Ljósufjöll, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver er káti karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Svokallaður „áhrifavaldur“ að nafni Andrew Tate var nýlega handtekinn og er grunaður um mansal, nauðganir og fleira. Í hvaða landi var hann gómaður?

2.  Hvað er gabbró?

3. Í hvaða landi iðkar Cristiano Ronaldo nú íþrótt sína?

4.  Í hvaða borg eru Lateranhöllin og Laterandómkirkjan?

5.  Hvað heitir — á ensku — hin nýútkomna æviminningabók Harrys prins?

6.  Á hvaða skaga, nesi, tanga eða höfða eru Ljósufjöll?

7.  Andrea Bocelli er ítalskur söngvari, afar vinsæll. Hann hefur þurft að yfirstíga meiri erfiðleika en flestir aðrir til að ná frama sem söngvari. Hvað er hér átt við?

8.  Hvaða frægi dýrlingur kaþólsku kirkjunnar er jafnan sýndur á helgimyndum í óða önn að drepa dreka?

9.  Kýrillíska letrið (sjá t.d. hér: България) er notað í einu ríki Evrópusambandsins. Hvaða ríki er það? 

10.  Hvaða ríki í heiminum sækja flestir ferðamenn heim?

***

Seinni aukaspurning:

Fána hvaða fjölmenna ríkis má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rúmeníu.

2.  Steintegund.

3.  Sádi Arabíu.

4.  Róm.

5.  Spare.

6.  Snæfellsnesi.

7.  Hann er blindur.

8.  Heilagur Georg. Ef einhver skyldi svara heilagur Theodor, þá telst það líka rétt.

9.  Búlgaríu.

10.  Frakkland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Steven Spielberg kvikmyndaleikstjóri.

Á neðri myndinni er fáni Pakistans.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár