Fyrri aukaspurning:
Hver er káti karlinn á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Svokallaður „áhrifavaldur“ að nafni Andrew Tate var nýlega handtekinn og er grunaður um mansal, nauðganir og fleira. Í hvaða landi var hann gómaður?
2. Hvað er gabbró?
3. Í hvaða landi iðkar Cristiano Ronaldo nú íþrótt sína?
4. Í hvaða borg eru Lateranhöllin og Laterandómkirkjan?
5. Hvað heitir — á ensku — hin nýútkomna æviminningabók Harrys prins?
6. Á hvaða skaga, nesi, tanga eða höfða eru Ljósufjöll?
7. Andrea Bocelli er ítalskur söngvari, afar vinsæll. Hann hefur þurft að yfirstíga meiri erfiðleika en flestir aðrir til að ná frama sem söngvari. Hvað er hér átt við?
8. Hvaða frægi dýrlingur kaþólsku kirkjunnar er jafnan sýndur á helgimyndum í óða önn að drepa dreka?
9. Kýrillíska letrið (sjá t.d. hér: България) er notað í einu ríki Evrópusambandsins. Hvaða ríki er það?
10. Hvaða ríki í heiminum sækja flestir ferðamenn heim?
***
Seinni aukaspurning:
Fána hvaða fjölmenna ríkis má sjá hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rúmeníu.
2. Steintegund.
3. Sádi Arabíu.
4. Róm.
5. Spare.
6. Snæfellsnesi.
7. Hann er blindur.
8. Heilagur Georg. Ef einhver skyldi svara heilagur Theodor, þá telst það líka rétt.
9. Búlgaríu.
10. Frakkland.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Steven Spielberg kvikmyndaleikstjóri.
Á neðri myndinni er fáni Pakistans.
Athugasemdir