Í byrjun janúarmánaðar greiddu leigjendur Ölmu íbúðafélags samtals um 224 milljónir króna í húsaleigu af íbúðum sem fyrirtækið á í gegnum dótturfélag sitt, Ölmu langtímaleigu. Það er í gegnum það félag sem Alma leigir einstaklingum á leigumarkaði íbúðarhúsnæði. Samtals má búast við að leigutekjur Ölmu verði að minnsta kosti 2,7 milljarðar króna í ár.
Þetta sýnir greining Heimildarinnar á þeim fasteignum sem eru í eigu leigufélagsins og þeim leigusamningum sem gerðir hafa verið um þær eignir. Samkvæmt þessari greiningu eru fast að því allir leigusamningar félagsins verðtryggðir og bundnir við vísitölu neysluverðs. Eftir því sem verðbólgan eykst, þeim mun fleiri krónur þurfa leigjendur Ölmu að greiða.
Athugasemdir (1)