Bækur Steinars Braga hafa alltaf falið í sér fleiri heima en þann sem við þekkjum. Engar þeirra hafa verið tjóðraðar við natúralíska frásagnarhefð eða hversdagslega mynd af veruleikanum, jafnvel smásögur sem virðast eiga sér stað í okkar heimi snúa hressilega upp á hann. Þessi aukavídd í veruleikanum hefur iðulega verið ónotaleg og ágeng, eitt af helstu höfundareinkennum skáldsins, sem er einkar lunkið við að flétta óhugnað inn í að því er virðist sakleysislegar aðstæður.
Fantasían og jafnvel gamla draugasagan hafa birst sterkt í skáldverkum Steinars, án þess þó að nokkra þeirra megi kenna eindregið við slíka bókmenntagrein. Með bókinni Truflunin, sem út kom fyrir tveimur árum, steig Steinar þó mjög afgerandi og farsælt skref inn á svið vísindaskáldsögunnar og í nýjasta verki sínu, Dánum heimsveldum, heldur hann sig á sömu bókmenntalegu slóðum. Dáin heimsveldi er bók sem skemmtilegast er að vita sem minnst um og verður því ekki lagst í …
Athugasemdir