Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hugmyndaauðgi og spenna

Dá­in heimsveldi er veru­lega áhrifa­rík og vel skrif­uð bók. Fram­vind­an er spenn­andi og svipt­ir les­and­an­um fram og til baka, hug­mynda­auðg­in mik­il en Stein­ar fell­ur þó aldrei í þá gryfju að týna skáld­skapn­um í hug­mynda­flóði.

Hugmyndaauðgi og spenna
Bók

Dá­in heimsveldi

Höfundur Steinar Bragi
Forlagið - Mál og menning
368 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bækur Steinars Braga hafa alltaf falið í sér fleiri heima en þann sem við þekkjum. Engar þeirra hafa verið tjóðraðar við natúralíska frásagnarhefð eða hversdagslega mynd af veruleikanum, jafnvel smásögur sem virðast eiga sér stað í okkar heimi snúa hressilega upp á hann. Þessi aukavídd í veruleikanum hefur iðulega verið ónotaleg og ágeng, eitt af helstu höfundareinkennum skáldsins, sem er einkar lunkið við að flétta óhugnað inn í að því er virðist sakleysislegar aðstæður.

Fantasían og jafnvel gamla draugasagan hafa birst sterkt í skáldverkum Steinars, án þess þó að nokkra þeirra megi kenna eindregið við slíka bókmenntagrein. Með bókinni Truflunin, sem út kom fyrir tveimur árum, steig Steinar þó mjög afgerandi og farsælt skref inn á svið vísindaskáldsögunnar og í nýjasta verki sínu, Dánum heimsveldum, heldur hann sig á sömu bókmenntalegu slóðum. Dáin heimsveldi er bók sem skemmtilegast er að vita sem minnst um og verður því ekki lagst í …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár