Búast má við að orkuverð geti hækkað verulega á Íslandi vegna ákvörðunar Landsvirkjunar um að hætta sjálfkrafa vottun rafmagns sem selt er íslenskum neytendum í gegnum orkusölufyrirtæki sem græna orku. Vottunin, sem er í formi upprunaábyrgðar samkvæmt evrópskum reglum, hefur undanfarin sex ár verið afhent án endurgjalds til sölufyrirtækja, sem selja almennum notendum rafmagn. Því verður hætt um áramót og sölufyrirtækin þurfa að kaupa þau sérstaklega til að geta selt heimilum grænt rafmagn.
Verðmæti þessara vottana hefur snarhækkað undanfarið ár, eða rúmlega 50 faldast. Það hefur meðal annars leitt til endurskoðunar á þeirri stefnu að afhenda upprunaábyrgðirnar ókeypis til íslenskra neytenda. Raforkufyrirtækin þurfa því nú að gera upp við sig hvort þau hyggist selja svokallaða gráa orku til íslenskra heimila eða hækka verð til að greiða fyrir það gjald sem Landsvirkjun tekur fyrir vottunina.
Breytingin mun taka gildi nú um áramótin en Landsvirkjun hefur þegar tilkynnt orkusölufyrirtækjum að þau sem …
Hugrænn sæstrengur hefur verið lagður tengdur þeim evrópska "lagala" séð.. hmm...
" Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem henni er trúað fyrir og því er litið svo á að fyrirtækinu sé ekki stætt á að afhenda svo mikil verðmæti endurgjaldslaust.“ Er þetta djók?
Hvernig væri nú að útskýra vel og vandlega fyrir okkur hver komi til með að "fá gefins" hina grænu vottun og græða á henni á tá og fingri...
"Til að setja þetta í samhengi, þá er nær allt rafmagn sem verður til á Íslandi framleitt með grænum hætti; á síðasta ári rúmlega 19.600 gígavattsstundir. Upprunavottanirnar sem verða til vegna þessarar framleiðslu er því um 27 milljarða króna virði.
Einhver VILDARVINURINN fer greinilega að fá þessa milljarða í lommen...
Gera ráð fyrir 15-20 prósenta hækkun raforkuverðs til íslenskra heimila þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Manni verður flökurt...
Þeir sjá ofsjónum yfir því hver orkuverð er hátt i nágrannalöndunum. Ætla að ná sér í pening þó svo að aðstæður séu allt aðrar í þessum löndum en á Íslandi, sem er með alla sína orku í heimdraganum. Ísland er ekki á Evrópska orkumarkaðnum. Og svo þETTA..
"Hins vegar verður rafmagnið ekki skráð sem grænt, eða sem framleiðsla úr endurnýjanlegum auðlindum. Í stað verður það skráð samkvæmt meðaltali evrópska orkumarkaðarins. Það þýðir að sú raforka sem heimili koma til með að nota verður skráð koma úr KOLAVERUM og KJARNORKU. 🤔 Af hverju og til hvers?