Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sjá fram á 15 til 20 prósent hærra orkuverð vegna ákvörðunar Landsvirkjunar

Lands­virkj­un hef­ur ákveð­ið að hætta að gefa ís­lensk­um neyt­end­um vott­un um að raf­magn­ið sem þeir kaupa sé grænt. Orku­sölu­fyr­ir­tæk­in ákveða nú hvort selja eigi neyt­end­um gráa orku, sem sögð er eiga upp­runa sinn í kola­ver­um Evr­ópu, eða hækka orku­verð um allt að 20 pró­sent.

Sjá fram á 15 til 20 prósent hærra orkuverð vegna ákvörðunar Landsvirkjunar
Ekki lengur sjálfkrafa grænt Landsvirkjun ætlar að hætta að láta upprunavottanir fylgja raforku sem seld er orkusölufyrirtækjum í heildsölu. Það mun leiða til hærra raforkuverðs, eigi rafmagnið að haldast grænt. Mynd: Landsvirkjun

Búast má við að orkuverð geti hækkað verulega á Íslandi vegna ákvörðunar Landsvirkjunar um að hætta sjálfkrafa vottun rafmagns sem selt er íslenskum neytendum í gegnum orkusölufyrirtæki sem græna orku. Vottunin, sem er í formi upprunaábyrgðar samkvæmt evrópskum reglum, hefur undanfarin sex ár verið afhent án endurgjalds til sölufyrirtækja, sem selja almennum notendum rafmagn. Því verður hætt um áramót og sölufyrirtækin þurfa að kaupa þau sérstaklega til að geta selt heimilum grænt rafmagn. 

Verðmæti þessara vottana hefur snarhækkað undanfarið ár, eða rúmlega 50 faldast. Það hefur meðal annars leitt til endurskoðunar á þeirri stefnu að afhenda upprunaábyrgðirnar ókeypis til íslenskra neytenda. Raforkufyrirtækin þurfa því nú að gera upp við sig hvort þau hyggist selja svokallaða gráa orku til íslenskra heimila eða hækka verð til að greiða fyrir það gjald sem Landsvirkjun tekur fyrir vottunina. 

Breytingin mun taka gildi nú um áramótin en Landsvirkjun hefur þegar tilkynnt orkusölufyrirtækjum að þau sem …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Grétar Reynisson skrifaði
  Kverúlantar andskotans í banastuði við að reikna sig í nokkra hringi. Ömurlegur skollaleikur.
  0
 • Birgir Steingrimsson skrifaði
  Þetta rugl er bein afleiðing af orkupökkum ESB sem Stundin m.a. hefur mært mjög. Afleiðingar fyrir almenning og smærri eiga eftir að verða alvarlegar.
  0
 • KM
  Kristjana Magnusdottir skrifaði
  Ekkert eróforgengilegt og allt eyðist að lokum eyðist það sem af er tekið
  0
 • SGIG
  Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
  Búum við ekki á Íslandi? Og fáum við ekki rafmagn sem framleitt er á Íslandi? Jú auðvitað. Þessi hráskinnaleikur er engum lýkur. Hér á ekki að skipta neinu máli hvort þessir peningapúkar kalla þetta græna, gráa eða svarta orku, þetta er allt sama tóbakið. Og þið sem seljið mér rafmang, ekki voga ykkur að hækka taxtana fyrir svona dellu.
  0
 • Runarj Smarason skrifaði
  Hvaða andsk. máli skiptir það hvort orkan sé græn eða grá svo lengi sem hún virkar?? Ég held að flestu venjulegu fólki sem vinnur vel fyrir hverri krónu í háskattalandi sé meira umhugað um verð kílówattstundarinnar og vill hafa verðið sem lægst, nóg annað er að borga!
  0
 • Sigrún Kristjánsdóttir skrifaði
  Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna Landsvirkjun greiðir ekki auðlindagjald fyrir afnot af auðlindunum okkar?
  0
 • ÞNK
  Þórir N. Kjartansson skrifaði
  Raforkan er eitt af því sem við höfum haft öruggt og ódýrt. En nú skal það eyðilagt og því fórnað á altrari orkupakkanna og ESB. Og stjórnmálamennirnir okkar líta undan og gera ekki neitt, enda fæstir orðnir í því að vinna að hagsmunum hins venjulega íslendings
  0
 • Kári Jónsson skrifaði
  Íslenskir stjórnmálamenn sem samþykkja þetta bull starfa fyrir skipulagða glæpastarfsemi = íslensku auðmanna-mafíuna, höfum það á hreinu.
  2
 • JGG
  Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
  Þetta er ein sú furðulegasta frétt sem ég hef lesið um dagana held ég bara....
  Hugrænn sæstrengur hefur verið lagður tengdur þeim evrópska "lagala" séð.. hmm...
  " Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem henni er trúað fyrir og því er litið svo á að fyrirtækinu sé ekki stætt á að afhenda svo mikil verðmæti endurgjaldslaust.“ Er þetta djók?
  Hvernig væri nú að útskýra vel og vandlega fyrir okkur hver komi til með að "fá gefins" hina grænu vottun og græða á henni á tá og fingri...
  "Til að setja þetta í samhengi, þá er nær allt rafmagn sem verður til á Íslandi framleitt með grænum hætti; á síðasta ári rúmlega 19.600 gígavattsstundir. Upprunavottanirnar sem verða til vegna þessarar framleiðslu er því um 27 milljarða króna virði.
  Einhver VILDARVINURINN fer greinilega að fá þessa milljarða í lommen...
  Gera ráð fyrir 15-20 prósenta hækkun raforkuverðs til íslenskra heimila þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Manni verður flökurt...
  Þeir sjá ofsjónum yfir því hver orkuverð er hátt i nágrannalöndunum. Ætla að ná sér í pening þó svo að aðstæður séu allt aðrar í þessum löndum en á Íslandi, sem er með alla sína orku í heimdraganum. Ísland er ekki á Evrópska orkumarkaðnum. Og svo þETTA..
  "Hins vegar verður rafmagnið ekki skráð sem grænt, eða sem framleiðsla úr endurnýjanlegum auðlindum. Í stað verður það skráð samkvæmt meðaltali evrópska orkumarkaðarins. Það þýðir að sú raforka sem heimili koma til með að nota verður skráð koma úr KOLAVERUM og KJARNORKU. 🤔 Af hverju og til hvers?
  1
 • Guðmundur Hörður skrifaði
  "Kjósi hins vegar verksmiðjueigandi í t.d. Belgíu að reiða af hendi fé til Landsvirkjunar fyrir upprunaábyrgð, þegar hann á sjálfur ekki kost á að kaupa rafmagn frá öðrum en kola- eða kjarnorkuverum, þá hagnast allir á því." Þetta er nú ekki alveg rétt hjá upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, það hagnast ekki allir á þessu, t.d. ekki viðskiptavinur belgísku verksmiðjunnar í þessu tiltekna dæmi sem heldur að hann sé að greiða hærra verð fyrir vöruna til að stuðla að framleiðslu grænnar raforku. Hvers vegna er fyrirtæki í eigu íslensks almennings að taka þátt í að blekkja evrópska neytendur?
  9
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Manni flökrar við lestur þessa kjaftæðis. Það er vandfundið orðið heiðarlegt fólk í valdastéttum.
  4
 • Örn Ægir Reynisson skrifaði
  Búið að afhenta útvöldum orkusoluna og nú verður okrað fyrir innmúraða þetta er gert af stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru í kjósendur fyrir hverjar kosningar en eru í sérhagsmunagæslu.
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár