Gosið varð eftir mikla rigningu á svæðinu sem olli því að hraunhvelfingin í eldfjallinu féll saman og fjallið gaus með ofangreindum afleiðingum.
Mökkur frá gosinu náði um 15 kílómetra í loftið og mikið öskufall varð í fjölmörgum þorpum í nálægð við fjallið. Eldgosinu fylgdi þó ekki flóðbylgja eins og er algengt í Indónesíu. Engin staðfest dauðsföll hafa orðið á fólki, en einungis er ár liðið frá því að 50 manns létust og hundruð slösuðust þegar sama eldfjall gaus.
Indónesía er eitt fjölmennasta land í heiminum og því tilheyra yfir 17 þúsund eyjur. Eyjaklasinn liggur á eldhringnum svokallaða (e. ring of fire), svæði í kringum Kyrrahafið sem einkennist af reglulegum jarðskjálftum og virkum eldfjöllum. Samkvæmt National Geographic er eldhringssvæðið um 40 þúsund kílómetra langt. „75% af eldfjöllum jarðar – meira en 450 eldfjöll – má finna á eldhringnum. 90% af jarðskjálftum jarðar eiga sér stað á svæðinu, þar á meðal skæðustu …
.
.
.
.