Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Söguleg sekt Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa veitt rangar upplýsingar um fjölda eldislaxa í sjókví sem gat kom á í Arnarfirði. Gísli Jónsson er yfirdýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST. Mynd: Heiða Helgadóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa ekki tilkynnt um strok á eldislöxum og fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í því að reyna að ná löxunum sem struku úr sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði. Gat hafði komið á kvínna. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu MAST. Um er að ræða fyrstu slíku sektina sem lögð er á íslenskt laxeldisfyrirtæki.

Í frétt MAST segir að fyrirtækið hafi ekki getað gert grein fyrir tæplega 82 þúsund löxum þegar slátrað var upp úr eldiskví fyrirtækisins. Þetta þýðir að tæplega 82 þúsund laxar kunna að hafa sloppið úr kví fyrirtækisins þegar gatið kom á það. MAST telur að brot Arnarlax sé „alvarlegt“ og „aðgæsluleysið vítavert“.

Orðrétt segir á heimasíðu MAST: „Samkvæmt 1. gr. laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Óttar Yngvason
    Stórslysið í Arnarfirði.
    Nú er komið í ljós hvernig "innra eftirlit" eldisfyrirtækjanna norsku er í framkvæmdinni. Heildarfiskafjöldinn er sagður hafa verið í upphafi 133 þúsund, þegar alkunnugt er á staðnum að yfirleitt er fjöldinn um 160.000 í hverri sjókví, nema þar sem yfirsett er í kvíarnar eins og Arnarlax varð uppvís með á síðasta ári þegar fengin voru 2 flutningaskip til að dæla upp dauðfiski úr yfirfullum kvíum, samtals nálægt 2000 tonnum. Síðan segjr forstjórinn að 32.000 laxar hafi drepist í kvíinni eða um 25% af uppgefnum 132.000 fiskum., sem er fáheyrt dýraníð. Oft er dauðfiskur í sjókvíum sagður að hámarki 3-5 %. Með þessum leiðréttingum er strokfiskurinn ekki 81.564 laxar heldur nær 130.000. Enda tók það Arnarlax fleiri vikur að kokka saman uppgefnar tölur. Eigi að síður er nú upplýst um risavaxið náttúruslys og hversu gjörónýtt allt eftirlit er. Tjónið er byrjað að koma fram og hlýtur að skýrast á næstu mánuðum og árum. Því miður var reglugerðarákvæði frá 2015 um skyldumerkingar 10% eldislaxa í sjókvíum af einhverjum undarlegum ástæðum fellt niður með nýrri reglugerð um fiskeldi árið 2019, þannig að nú er miklu erfiðara að þekkja eldislaxa í veiðiám. Þetta risavaxna tjón hlýtur að leiða til umfangsmikilla skaðabótakrafna á hendur tjónvaldinum. Sektarákvörðun MAST upp á 120 milljónir er bara byrjunin. En hortugheitin láta ekki á sér standa hjá norska forstjóranum og stjórnarformanninum, húskarli hans. Næst ætla þeir að áfrýja sektinni eða höfða mál henni til ógildingar, sem kann að fresta lyktum málsins jafnvel í 2-3 ár. Þá gefst fyrirtækinu tími til að auka enn meira umfangið með nýjum viðbótarkvíum. Sorgleg saga en sönn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár