Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Söguleg sekt Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa veitt rangar upplýsingar um fjölda eldislaxa í sjókví sem gat kom á í Arnarfirði. Gísli Jónsson er yfirdýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST. Mynd: Heiða Helgadóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa ekki tilkynnt um strok á eldislöxum og fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í því að reyna að ná löxunum sem struku úr sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði. Gat hafði komið á kvínna. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu MAST. Um er að ræða fyrstu slíku sektina sem lögð er á íslenskt laxeldisfyrirtæki.

Í frétt MAST segir að fyrirtækið hafi ekki getað gert grein fyrir tæplega 82 þúsund löxum þegar slátrað var upp úr eldiskví fyrirtækisins. Þetta þýðir að tæplega 82 þúsund laxar kunna að hafa sloppið úr kví fyrirtækisins þegar gatið kom á það. MAST telur að brot Arnarlax sé „alvarlegt“ og „aðgæsluleysið vítavert“.

Orðrétt segir á heimasíðu MAST: „Samkvæmt 1. gr. laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Óttar Yngvason
    Stórslysið í Arnarfirði.
    Nú er komið í ljós hvernig "innra eftirlit" eldisfyrirtækjanna norsku er í framkvæmdinni. Heildarfiskafjöldinn er sagður hafa verið í upphafi 133 þúsund, þegar alkunnugt er á staðnum að yfirleitt er fjöldinn um 160.000 í hverri sjókví, nema þar sem yfirsett er í kvíarnar eins og Arnarlax varð uppvís með á síðasta ári þegar fengin voru 2 flutningaskip til að dæla upp dauðfiski úr yfirfullum kvíum, samtals nálægt 2000 tonnum. Síðan segjr forstjórinn að 32.000 laxar hafi drepist í kvíinni eða um 25% af uppgefnum 132.000 fiskum., sem er fáheyrt dýraníð. Oft er dauðfiskur í sjókvíum sagður að hámarki 3-5 %. Með þessum leiðréttingum er strokfiskurinn ekki 81.564 laxar heldur nær 130.000. Enda tók það Arnarlax fleiri vikur að kokka saman uppgefnar tölur. Eigi að síður er nú upplýst um risavaxið náttúruslys og hversu gjörónýtt allt eftirlit er. Tjónið er byrjað að koma fram og hlýtur að skýrast á næstu mánuðum og árum. Því miður var reglugerðarákvæði frá 2015 um skyldumerkingar 10% eldislaxa í sjókvíum af einhverjum undarlegum ástæðum fellt niður með nýrri reglugerð um fiskeldi árið 2019, þannig að nú er miklu erfiðara að þekkja eldislaxa í veiðiám. Þetta risavaxna tjón hlýtur að leiða til umfangsmikilla skaðabótakrafna á hendur tjónvaldinum. Sektarákvörðun MAST upp á 120 milljónir er bara byrjunin. En hortugheitin láta ekki á sér standa hjá norska forstjóranum og stjórnarformanninum, húskarli hans. Næst ætla þeir að áfrýja sektinni eða höfða mál henni til ógildingar, sem kann að fresta lyktum málsins jafnvel í 2-3 ár. Þá gefst fyrirtækinu tími til að auka enn meira umfangið með nýjum viðbótarkvíum. Sorgleg saga en sönn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár