Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yfirtöku lífeyrissjóðanna á tölvukerfinu Jóakim úr höndum hugbúnaðarfyrirtækisins Init er nú lokið. Átta starfsmenn hafa verið ráðnir í sérstakt rekstrarfélag sjóðanna, sem áður þjónaði eingöngu sem eignarhaldsfélag um kerfið, sem var þróað og rekið af Init.

Init-málið vakti athygli vorið 2021 þegar Kveikur fjallaði um óútskýrðan hagnað systurfyrirtækis Init ehf., sem þróaði og sá um rekstur eins mikilvægs tölvukerfis í rekstri fjölda lífeyrissjóða á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir, í gegnum eignarhaldsfélagið Reiknistofa lífeyrissjóða, tók yfir rekstur þessa kerfis, sem heitir Jóakim, í kjölfar rannsóknar endurskoðendaskrifstofunnar Ernst og Young sem staðfesti það sem fram kom í umfjöllun Kveiks.

Init-rekstur, systurfélag Init, hafði selt hinu félaginu umfangsmikla þjónustu sem reyndist ekki hægt að skýra þegar lífeyrissjóðirnir fóru þess á leit. Talsverður arður var greiddur út úr því félagi sem og þremur eignarhaldsfélögum sem þrír eigendur og lykilstjórnendur Init áttu, sem líka hafði selt Init umfangsmikla þjónustu, sem óljóst var í hverju fólst. Þetta vakti …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AH
    Axel Helgason skrifaði
    Það hellist yfir mann depurð þegar maður þekkir til mála sem þriðja valdið (þeir sem bera tililinn blaðamenn) fjallar um og snúið er út úr staðreyndum til að verja eigin mistök og vanþekkingu við fyrri umfjallanir. Þeir sem fara með þetta vald eru of oft metnaðarlausir og hafa því miður oft annarra hagsmuna að gæta en að upplýsa almenning um staðreyndir. Um staðreyndirnar mun verða fjallað síðar af metnaðarfullum blaðamönnum. Þó að þessi blaðamaður hafi verið upphafsmaður að umfjölluninni, að vísu á öðrum miðli, þá mun hann klárlega ekki skrifa söguna. Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með ársreikningum Reiknistofunnar á komandi árum og að fylgjast með því hvort sú þjónusta sem Reiknisstofan veitir nú þeim lífeyrissjóðum sem Init þjónustaði áður, lækki í verði.
    0
    • Heimir Hafsteinsson skrifaði
      Veist þú eitthvað Axel sem við hinir vitum ekki? Ég sit í stjórn lífeyrissjóðs og þykist vita nógu mikið um þessi mál til að geta sagt að ekkert er ofsagt í þessari umfjöllun.
      1
    • AH
      Axel Helgason skrifaði
      Sæll Heimir og takk fyrir að spyrja!

      Þú segir að ekkert sé ofsagt í því sem er í textanum hér að ofan. En þarna er blaðamaðurinn að tala um “rannsókn” sem var ekki rannsókn, heldur úttekt sem hægt er að nálgast hér: https://www.rl.is/static/files/samantekt-og-helstu-nidurstodur-uttektar-ey-a-samningi-rl-og-inits.pdf , en hún staðfestir fátt af því sem lagt var upp með í upphafi í Kveik, nema arð og verktakagreiðslur sem aðilar vissu af.

      En Init vann sína vinnu samkvæmt gjaldskrá sem um var samið í tvíhliða samningum milli Reiknistofu lífeyrissjóðanna (RL) og Init á nokkurra ára fresti og Init hefur ekki innheimt fyrir sína þjónustu nema samkvæmt gjaldskrá. Sú þjónusta sem Init veitti er og var einnig í boði hjá öðrum fyrirtækjum sem þjónusta aðra lífeyrissjóði. En hvergi hefur komið fram að þjónusta Init hafi verið dýrari en hjá öðrum fyrirtækjum, enda samdi RL ítrekað aftur við Init þegar samningar voru lausir.
      Varðandi arðgreiðslurnar, þá er annars vegar um að ræða systurfélag Inits og síðan einkahlutafélög þriggja starfsmanna sem ekki hefur verið fjallað um á réttan hátt, en þú veist kannski betur? En Init Rekstur var stofnað að kröfu RL, og eru eðlilegar skýringar á arðgreiðslum úr því félagi. En í raun eru arðgreiðslurnar algjört aukaatriði, því að aðalatriðið er þetta: Init veitti góða þjónustu fyrir gjald sem var samið um. En fyrst þú situr í stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga, sem er hluthafi í RL, hefur þú væntanlega tök á að kynna þér hvort nú sé innheimt lægra gjald fyrir þá þjónustu sem Init veitti og RL veitir nú.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár