Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég get ekki lifað við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

„Ég get ekki lifað við þessa lygi“

Andrúmsloftið var rafmagnað á blaðamannafundinum, þótt henni hafi tekist að halda andliti fékk hún oftar en einu sinni aðsvif og þurfti að hafa sig alla við til að geta svarað blaðamönnum sem beindu að henni míkrafónum, myndavélum og erfiðum spurningum. Allt í kring var fjölmiðlafólk sem fór misvarlega að henni. Á bakvið hana stóð lögreglufulltrúi, eins og til að gefa gjörningnum lögmæti. Hún hallaði sér upp að honum að viðtölunum loknum en hann hafði ekki veitt henni neitt skjól. Það gerði það enginn. 

Nú berst hún fyrir umbótum innan lögreglunnar. 

Snerist um ímynd lögreglunnar

„Sagan sem er sögð er hetjusaga, en fyrir mér er það lygi,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir sem missti dóttur sína með skelfilegum hætti, um málið sem skók þjóðina í ársbyrjun 2017. „Ég get ekki lifað við þessa lygi lengur. Fyrir mér er þetta saga af því hvernig lögreglan brást, almenningur reis upp gegn mistökum hennar og …

Kjósa
88
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það má vel velta því fyrir sér hver viðbrögð löreglunar hefðu verið ef þetta hefði verið dóttir stjórnmálamanns og eða dóttir einhvers innan löregluembættisins.
    Mér segist svo hugur að við fyrstu áhyggjur foreldra, að þá hefði lögreglan kallað STRAX eftir allsherjarleit af öllum tiltækum leitaraðillum og sent út sérstakt (sérsveitina), riddaralið og alla landhelgisgæsluna, engu til sparað og unnið allan sólahringinn. Sem og allar tiltækar löggur í bullandi yfirvinnu án hvíldar.
    Starfsfólk opinberra stofnana vakið um miðja nótt til hægt væri að nálgast þau gögn sem lögguni þyrsti í að nálgast og alls ekki beðið eftir dómsúrskurði til að fá afhennt gögn frá fjarskiptafyrirtækjum og hefðu öruggleg hótað þeim öllu illu ef þau (löggan), fengju ekki aðgang að öllu sem þau færu fram á.
    6
  • Gunnar Theodór Gunnarsson skrifaði
    Ég man eftir kastljósviðtalinu við Grím og hversu heimskulegt mér fannst þegar hann afskrifaði rauða Kio bílinn vegna þessara 15 sekúndna. Það þurfti engan Sherlock Holmes til að sjá að það tekur örskamma stund að stoppa og hleypa manneskju inn.
    7
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Harmleikur sem engin gleymir, megi Guð gefa huggun og styrk og trú á endurfundi við endi timanna þegar lífið sigrar illskuna, dauðann og sorgina.
    2
  • Ásta Jensen skrifaði
    Mömmuhjartað er alltaf gleggri en einhver lögregla. Ég upplifði það þegar myndbandið var birt að lögreglan var í örvæntingu að leita til almennings að aðstoð það sem fleiri augu eru gleggri. Það er hræðilegt að ímynda sér hverskonar aðstæður Sigurlaug var í. Ég finn svo til með þér elsku vina.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár