Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Aftökusundlaugin í Kabúl

Sög­ur Sig­ríð­ar Víð­is Jóns­dótt­ur eru listi­leg­ur vefn­að­ur per­sónu­sögu, hvers­dags­legra við­burða, blaða­mennsku, sagn­fræði og sagna af fólk­inu sem hún hitt­ir. Bjarma­lönd Vals Gunn­ars­son­ar og mynda­sög­ur Joe Sacco koma upp í hug­ann, en Sig­ríð­ur fer þó alltaf eig­in leið­ir í frá­sögn­inni og úr verð­ur leiftrandi fróð­leg, skemmti­leg og hug­vekj­andi bók sem á alltaf brýnt er­indi – en kannski aldrei sem nú

Aftökusundlaugin í Kabúl
Sigríður Víðis Jónsdóttir Höfundur bókarinnar Vegabréf: íslenskt.
Bók

Vega­bréf: ís­lenskt

Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó
Höfundur Sigríður Víðis Jónsdóttir
Mál og menning
Gefðu umsögn

„Hér tóku þeir fólk af lífi. Ýttu því fram af hæsta stökkbrettinu – niður í tóma laugina, um 15 metrum neðar. Eða skutu fólk einfaldlega ofan í henni. Menjar um drápin sjást í steypunni, för eftir byssukúlur. Aftökusundlaugin var alræmd.“

Það er nóg af svona sögum í Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, en líka nóg af hlátri og gleði, djúpri vináttu og von – sem er þó alltof oft kramin.

Þessi aftökusundlaug er í Kabúl í Afganistan og þegar hún kemur þangað eru heimamenn að spila fótbolta í lauginni. Bókin rekur tíu mismunandi ferðalög áratuginn 2003-12 til landa sem eiga í stríðsátökum eða eru að ná sér eftir þau, eða eru föst í greipum fátæktar, hungursneyðar eða spillingar. Oft allt þetta.

Auk Afganistan er komið við í Mjanmar, Katar, Bosníu, Eþíópíu, Rúanda, Suður-Súdan, Sýrlandi, Írak, Palestínu, Ísrael og Búrkina Fasó – og loks er stuttur eftirmáli um Ísland í …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár