„Hér tóku þeir fólk af lífi. Ýttu því fram af hæsta stökkbrettinu – niður í tóma laugina, um 15 metrum neðar. Eða skutu fólk einfaldlega ofan í henni. Menjar um drápin sjást í steypunni, för eftir byssukúlur. Aftökusundlaugin var alræmd.“
Það er nóg af svona sögum í Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, en líka nóg af hlátri og gleði, djúpri vináttu og von – sem er þó alltof oft kramin.
Þessi aftökusundlaug er í Kabúl í Afganistan og þegar hún kemur þangað eru heimamenn að spila fótbolta í lauginni. Bókin rekur tíu mismunandi ferðalög áratuginn 2003-12 til landa sem eiga í stríðsátökum eða eru að ná sér eftir þau, eða eru föst í greipum fátæktar, hungursneyðar eða spillingar. Oft allt þetta.
Auk Afganistan er komið við í Mjanmar, Katar, Bosníu, Eþíópíu, Rúanda, Suður-Súdan, Sýrlandi, Írak, Palestínu, Ísrael og Búrkina Fasó – og loks er stuttur eftirmáli um Ísland í …
Athugasemdir