Geta bækur skilgreint kynslóðir? Já, kynslóðin sem ég tilheyri er meira að segja nefnd í höfuðið á bók, Generation X eftir Douglas Coupland. Bækur þar sem höfundar gangast á hólm við eigin kynslóð eru nánast sérstakt bókmenntaform, þótt oftar en ekki verði kynslóðatengingin til óvart eftir á.
Það er hins vegar klárt mál að Auðlesin er saga um kynslóð, eiginlega frekar en persónur. Aðalpersónurnar eru tvær, verkefnastjórinn Bjartur, sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á netinu, og síblanka hugsjónaskáldið Nína Kristín. Þau skipta með sér köflum bókarinnar en þekkjast þó ekki að ráði.
Þetta eru sannkallaðar erkitýpur. Bæði koma úr stöndugum fjölskyldum, en Bjartur sækir áfram í fjárhagslega öryggið á meðan Nína Kristín er í þögulli uppreisn gegn eigin góðborgarafjölskyldu.
Báðum er hins vegar annt um að vera góðar manneskjur – þótt það birtist á gjörólíkan hátt. Bjartur er nánast eins og gjörningur um innistæðulausa góðmennsku. Hann tekur litlu slagina, …
Athugasemdir