Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Siðferðispróf þúsaldarkynslóðarinnar

Klemm­an varð­andi bóka­út­gáf­una Auð­les­in er þó mun áhuga­verð­ari. Þótt sag­an sé sam­tíma­saga þá er bóka­út­gáf­an eins og frjó­korn fyr­ir ná­læga dystópíu, manni dett­ur helst í hug Ver­öld ný og góð Hux­leys, þar sem öll­um óþæg­ind­um er hald­ið í þægi­legri fjar­lægð.

Siðferðispróf þúsaldarkynslóðarinnar
Bók

Auð­les­in

Höfundur Adolf Smári Unnarsson
Forlagið - Mál og menning
235 blaðsíður
Gefðu umsögn

Geta bækur skilgreint kynslóðir? Já, kynslóðin sem ég tilheyri er meira að segja nefnd í höfuðið á bók, Generation X eftir Douglas Coupland. Bækur þar sem höfundar gangast á hólm við eigin kynslóð eru nánast sérstakt bókmenntaform, þótt oftar en ekki verði kynslóðatengingin til óvart eftir á.

Það er hins vegar klárt mál að Auðlesin er saga um kynslóð, eiginlega frekar en persónur. Aðalpersónurnar eru tvær, verkefnastjórinn Bjartur, sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á netinu, og síblanka hugsjónaskáldið Nína Kristín. Þau skipta með sér köflum bókarinnar en þekkjast þó ekki að ráði.

Þetta eru sannkallaðar erkitýpur. Bæði koma úr stöndugum fjölskyldum, en Bjartur sækir áfram í fjárhagslega öryggið á meðan Nína Kristín er í þögulli uppreisn gegn eigin góðborgarafjölskyldu.

Báðum er hins vegar annt um að vera góðar manneskjur – þótt það birtist á gjörólíkan hátt. Bjartur er nánast eins og gjörningur um innistæðulausa góðmennsku. Hann tekur litlu slagina, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár