Útgerðarfélagið Samherji hótaði útgefandanum Forlaginu málsókn ef bók sem fyrirtækið gaf út um Namibíumálið yrði ekki innkölluð frá söluaðilum. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í viðtali við Stundina. Málsóknin átti að vera í London þar sem afar kostnaðarsamt er að ráða sér lögmann og benti starfsmaður Samherja sérstaklega á þetta atriði í tölvupósti til Egils í desember 2019.
„Við höfum aldrei fengið neitt þessu líkt: Þetta er alveg einstakt“
Forlagið hefur aldrei áður fengið sambærilegar hótanir: „Við höfum fengið einhverja tölvupósta frá einstaklingum úti í bæ sem mislíkar eitthvað sem stendur í einhverjum bókum eða mislíkar höfundur eða eitthvað. En nei, nei, nei, við höfum aldrei fengið neitt þessu líkt: Þetta er alveg einstakt,“ segir Egill.
Bókin sem Samherji vildi láta innkalla heitir Ekkert að fela: Á slóð …
Athugasemdir (3)