Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Samherji hótaði Forlaginu: Vildi láta innkalla bókina um Namibíumálið

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji reyndi að fá For­lagið til að innkalla bók­ina um Namib­íu­mál­ið í des­em­ber ár­ið 2019. Sam­herji hót­aði bæði For­laginu sjálfu og blaða­mönn­un­um sem skrif­uðu bók­ina að stefna þeim í London. Eg­ill Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins, seg­ir að þess­ar til­raun­ir Sam­herja hafi ver­ið fá­rán­leg­ar og að um sé að ræða ein­stakt til­felli í ís­lenskri út­gáfu­sögu.

Samherji hótaði Forlaginu: Vildi láta innkalla bókina um Namibíumálið
Skildi ekki heimsóknir Jóns Óttars Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, skildi ekki að hverju Jón Óttar Ólafsson kom óboðinn á skrifstofuna til hans í tvígang. Egill Örn sést hér fyrir utan skrifstofu Forlagsins á Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgerðarfélagið Samherji hótaði útgefandanum Forlaginu málsókn ef bók sem fyrirtækið gaf út um Namibíumálið yrði ekki innkölluð frá söluaðilum. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í viðtali við Stundina. Málsóknin átti að vera í London þar sem afar kostnaðarsamt er að ráða sér lögmann og benti starfsmaður Samherja sérstaklega á þetta atriði í tölvupósti til  Egils í desember 2019.  

„Við höfum aldrei fengið neitt þessu líkt: Þetta er alveg einstakt“
Egill Örn Jóhannsson. framkvæmdastjóri Forlagsins

Forlagið hefur aldrei áður fengið sambærilegar hótanir: „Við höfum fengið einhverja tölvupósta frá einstaklingum úti í bæ sem mislíkar eitthvað sem stendur í einhverjum bókum eða mislíkar höfundur eða eitthvað. En nei, nei, nei, við höfum aldrei fengið neitt þessu líkt: Þetta er alveg einstakt,“ segir Egill.  

Bókin sem Samherji vildi láta innkalla heitir Ekkert að fela: Á slóð …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Rikisstórnin er í eignasafninu þeirra þannig að þetta er í fínu lagi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Gott hjá þér Egill minn.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Sjálfstæðisflokkurinn stendur dyggan vörð um fyrirtækið Samherja/starfsmenn og sakborningana í þessu Namíbíu-svindl máli, samstarfsflokkarnir xV og xB sitja þegjandi undir þessum vinnubrögðum xD-fólksins.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir að Sam­herji ætti að hafa áhyggj­ur af sekt í Banda­ríkj­un­um

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár