Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, ætlar að gera fjöldahreyfingu úr því sem stuðningsmenn hans segja nú örflokk. Hann og stuðningsmenn hans teikna upp átakalínur í formannskjörinu þannig að „Gulli“ sé maður fólksins og fjöldans, á meðan Bjarni sé maður ríka fólksins; stórfyrirtækjana. Vissulega er uppruni þeirra ólíkur. Bjarni fékk þannig vafalaust mun veglegri borðbúnað í skírnargjöf en Guðlaugur Þór, en í dag tilheyra þeir hins vegar báðir sömu yfirstétt stóreignafólks.
Spurningin sem Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir er hvor þeirra tveggja sé líklegri til þess að leiða flokkinn aftur til forystu í íslenskum stjórnmálum.
Stundin fór í Valhöll og tók púlsinn á uppreisninni gegn Bjarna Benediktssyni og fylgdist með því hvernig pólitískt kattardýr, sem ítrekað hefur auðnast að lenda á löppunum, mætti til leiks hoppandi um á einum fæti.
Minnkandi Valhöll
Það er á einhvern hátt lýsandi fyrir það hvað fari í hönd, að þurfa lengri leið, en venjulega …
Í þeim 4 löndum sem ég hef búið í Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Svíþjóð væri hann fyrir löngu rokin
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa svona DELA innan sinna vébanda
Þetta var stefna Liz Truss sem olli hruni á fylgi breska íhaldsflokksins. Fylgist Gulli ekki með breskum stjórnmálum eða hefur hann ástæðu til að ætla að önnur lögmál gildi hér?