Guðlaugur Þór býður í Valhöll: Pólitískt kattardýr lendir á einni löpp
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Guðlaugur Þór býður í Valhöll: Pólitískt kattardýr lendir á einni löpp

Bar­átt­an um for­yst­u­sæt­ið í valda­mesta stjórn­mála­flokki lands­ins er haf­in. Guð­laug­ur Þór til­kynnti um fram­boð­ið í Val­höll, sem and­stæð­ing­um hans fannst allt að því óvið­eig­andi. Stund­in var á staðn­um og tók púls­inn á húll­um­hæ­inu, sem mark­ar upp­haf 7 daga stríðs inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, ætlar að gera fjöldahreyfingu úr því sem stuðningsmenn hans segja nú örflokk. Hann og stuðningsmenn hans teikna upp átakalínur í formannskjörinu þannig að „Gulli“ sé maður fólksins og fjöldans, á meðan Bjarni sé maður ríka fólksins; stórfyrirtækjana. Vissulega er uppruni þeirra ólíkur. Bjarni fékk þannig vafalaust mun veglegri borðbúnað í skírnargjöf en Guðlaugur Þór, en í dag tilheyra þeir hins vegar báðir sömu yfirstétt stóreignafólks.

Spurningin sem Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir er hvor þeirra tveggja sé líklegri til þess að leiða flokkinn aftur til forystu í íslenskum stjórnmálum.

Stundin fór í Valhöll og tók púlsinn á uppreisninni gegn Bjarna Benediktssyni og fylgdist með því hvernig pólitískt kattardýr, sem ítrekað hefur auðnast að lenda á löppunum, mætti til leiks hoppandi um á einum fæti. 

Minnkandi Valhöll

Það er á einhvern hátt lýsandi fyrir það hvað fari í hönd, að þurfa lengri leið, en venjulega …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Oj bara
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hver var það nú aftur sem seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka með afslætti ?

    Í þeim 4 löndum sem ég hef búið í Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Svíþjóð væri hann fyrir löngu rokin

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa svona DELA innan sinna vébanda
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta er furðulegur málflutningur. Stefnan er að auka fylgi flokksins. Vill ekki Bjarni gera það og vilja ekki allir flokkar gera það? Til að ná því markmiði vill Gulli lækka skatta og mun þá væntanlega svelta innviðina enn meira.
    Þetta var stefna Liz Truss sem olli hruni á fylgi breska íhaldsflokksins. Fylgist Gulli ekki með breskum stjórnmálum eða hefur hann ástæðu til að ætla að önnur lögmál gildi hér?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár