Einkum tvennt veldur því að olían er á undanhaldi. Hún er óhreinn orkugjafi og brennsla hennar á ríkan þátt í loftslagsbreytingum sem vísindamönnum um allan heim kemur saman um að ógni umhverfi og efnahag heimsbyggðarinnar með bráðnandi jöklum, steikjandi hita og hækkandi sjávarborði. Olía er einnig friðarspillir eins og ástandið í olíuríkjum við Persaflóa og víðar hefur lengi vitnað um.
Bandaríkjamenn réðust inn í Írak 2003 á upplognum forsendum til að tryggja aðgang sinn að olíulindum landsins eins og sumir fyrrum forustumenn Bandaríkjanna fást nú loksins til að viðurkenna. En nú er öldin önnur af völdum nýrrar tækni frá 2008 sem gerir kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt (e. hydraulic fracturing eða bara fracking). Bandaríkjamenn eru nú sjálfum sér nægir um olíu og hirða eftir því minna um hagsmuni sína á heimsmarkaði fyrir olíu.
Ný tækni sem nýtir sólarorku býst nú til að ýta …
Athugasemdir