Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem veiðir stórhveli, var hluti af sendinefnd Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fram fór í Slóveníu á dögunum. Að sama skapi var enginn fulltrúi frá íslenskum hvalaskoðunarfyrirtækjum hluti af sendinefndinni, þrátt fyrir beiðni þeirra þar um. Vekur það athygli í ljósi þess að samkvæmt svari matvælaráðuneytisins hefur í ráðuneytinu, og forverum þess, „verið fylgt þeirri meginreglu að heimila beinum hagsmunaaðilum þátttöku í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútveg“.
Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sátu fjórir einstaklingar í sendinefnd Íslands á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það voru Jón Þrándur Stefánsson úr matvælaráðuneytinu, sem var formaður sendinefndarinnar, Stefán Ásmundsson úr utanríkisráðuneytinu, Guðjón Már Sigurðsson frá Hafrannsóknastofnun og Kristján Loftsson frá Hval hf.
Í fyrirspurn Stundarinnar var spurt hvernig fulltrúar í sendinefndinni hefðu verið skipaðir. Svarið við því var ekki …
Athugasemdir (1)