Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristján Loftsson í sendinefnd Svandísar en hvalaðskoðunarfyrirtækin snupruð

Sam­tök hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tækja fengu ekki full­trúa í sendi­nefnd Ís­lands á fundi Al­þjóða­hval­veiði­ráðs­ins. Sam­tök­in fóru fyrst fram á slíkt ár­ið 2018 en var neit­að um að­komu. Á sama tíma var Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., skip­að­ur í sendi­nefnd­ina.

Kristján Loftsson í sendinefnd Svandísar en hvalaðskoðunarfyrirtækin snupruð
Aktívur þátttakandi Kristján Loftsson kom fundargestum fyrir sjónir sem aktívur þátttakandi í störfum sendinefndar Íslands. Hann sést hér lengst til vinstri á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Við hlið hans sitja Guðjón Már Sigurðsson, Jón Þrándur Stefánsson og Stefán Ásmundsson, nefndarmenn Íslands. Mynd: Micah Garen/Last Whaling Station

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem veiðir stórhveli, var hluti af sendinefnd Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fram fór í Slóveníu á dögunum. Að sama skapi var enginn fulltrúi frá íslenskum hvalaskoðunarfyrirtækjum hluti af sendinefndinni, þrátt fyrir beiðni þeirra þar um. Vekur það athygli í ljósi þess að samkvæmt svari matvælaráðuneytisins hefur í ráðuneytinu, og forverum þess, „verið fylgt þeirri meginreglu að heimila beinum hagsmunaaðilum þátttöku í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútveg“.

Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sátu fjórir einstaklingar í sendinefnd Íslands á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það voru Jón Þrándur Stefánsson úr matvælaráðuneytinu, sem var formaður sendinefndarinnar, Stefán Ásmundsson úr utanríkisráðuneytinu, Guðjón Már Sigurðsson frá Hafrannsóknastofnun og Kristján Loftsson frá Hval hf.

Í fyrirspurn Stundarinnar var spurt hvernig fulltrúar í sendinefndinni hefðu verið skipaðir. Svarið við því var ekki …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Enn eru VG liðar að sýna okkur að þeir ættu að vera í sjálfstæðisflokknum , og taka þátt í kosningu á nýjum formanni ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár