Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristján Loftsson í sendinefnd Svandísar en hvalaðskoðunarfyrirtækin snupruð

Sam­tök hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tækja fengu ekki full­trúa í sendi­nefnd Ís­lands á fundi Al­þjóða­hval­veiði­ráðs­ins. Sam­tök­in fóru fyrst fram á slíkt ár­ið 2018 en var neit­að um að­komu. Á sama tíma var Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., skip­að­ur í sendi­nefnd­ina.

Kristján Loftsson í sendinefnd Svandísar en hvalaðskoðunarfyrirtækin snupruð
Aktívur þátttakandi Kristján Loftsson kom fundargestum fyrir sjónir sem aktívur þátttakandi í störfum sendinefndar Íslands. Hann sést hér lengst til vinstri á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Við hlið hans sitja Guðjón Már Sigurðsson, Jón Þrándur Stefánsson og Stefán Ásmundsson, nefndarmenn Íslands. Mynd: Micah Garen/Last Whaling Station

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem veiðir stórhveli, var hluti af sendinefnd Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fram fór í Slóveníu á dögunum. Að sama skapi var enginn fulltrúi frá íslenskum hvalaskoðunarfyrirtækjum hluti af sendinefndinni, þrátt fyrir beiðni þeirra þar um. Vekur það athygli í ljósi þess að samkvæmt svari matvælaráðuneytisins hefur í ráðuneytinu, og forverum þess, „verið fylgt þeirri meginreglu að heimila beinum hagsmunaaðilum þátttöku í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútveg“.

Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sátu fjórir einstaklingar í sendinefnd Íslands á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það voru Jón Þrándur Stefánsson úr matvælaráðuneytinu, sem var formaður sendinefndarinnar, Stefán Ásmundsson úr utanríkisráðuneytinu, Guðjón Már Sigurðsson frá Hafrannsóknastofnun og Kristján Loftsson frá Hval hf.

Í fyrirspurn Stundarinnar var spurt hvernig fulltrúar í sendinefndinni hefðu verið skipaðir. Svarið við því var ekki …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Enn eru VG liðar að sýna okkur að þeir ættu að vera í sjálfstæðisflokknum , og taka þátt í kosningu á nýjum formanni ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár