„Hæ, ég heiti öldungur Grant Richards, ég kem frá Utah-ríkinu í Bandaríkjunum. Ég er á Íslandi sem trúboði fyrir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Hvað er Jesús fyrir þér?“ Þetta er það sem þú getur búist við að heyra þegar trúboðar, eins og hinn nítján ára Grant Richards, banka upp á hjá þér. Flestir kalla Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu Mormónakirkjuna eða bara Mormóna. Félögum í kirkjunni virðist þó mislíka það. Í það minnsta var það annað af tveimur skilyrðum fyrir því að ég mætti fylgja þremur bandarískum trúboðum eftir í einn dag, að ég kallaði kirkjuna réttu nafni. Hitt var það að ég mætti ekki skipta mér af.
Grant er búsettur í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann leigir litla íbúð ásamt makkernum sínum í kirkjunni. Það er manninum sem hann dvelur öllum vökustundum með. Þeir eru aldrei án hvor annars í trúboðinu og passa sig …
Athugasemdir (3)