Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Megum við tala við þig um Jesúm Krist?

Á lýta­lausri ís­lensku bjóða þrír banda­rísk­ir mormón­ar Reyk­vík­ing­um upp á sam­tal um Jesúm Krist. Hvað fær þrjá unga menn um tví­tugt til að hætta að hlusta á tónlist og skoða In­sta­gram og fara í tveggja ára trú­boð?

„Hæ, ég heiti öldungur Grant Richards, ég kem frá Utah-ríkinu í Bandaríkjunum. Ég er á Íslandi sem trúboði fyrir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Hvað er Jesús fyrir þér?“ Þetta er það sem þú getur búist við að heyra þegar trúboðar, eins og hinn nítján ára Grant Richards, banka upp á hjá þér. Flestir kalla Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu Mormónakirkjuna eða bara Mormóna. Félögum í kirkjunni virðist þó mislíka það. Í það minnsta var það annað af tveimur skilyrðum fyrir því að ég mætti fylgja þremur bandarískum trúboðum eftir í einn dag, að ég kallaði kirkjuna réttu nafni. Hitt var það að ég mætti ekki skipta mér af. 

Grant er búsettur í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann leigir litla íbúð ásamt makkernum sínum í kirkjunni. Það er manninum sem hann dvelur öllum vökustundum með. Þeir eru aldrei án hvor annars í trúboðinu og passa sig …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár