Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, er enn skráð í stjórnir sjö íslenskra fyrirtækja. Í lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands er kveðið á um að æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra sé „óheimilt að sinna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands“. Sem ráðuneytisstjóri telst Ásdís Halla til æðstu stjórnenda í stjórnarráðinu. Ráðherra er heimilt að gera undantekningu og leyfa starfsfólki sínu að vinna aukastörf.
Í svari við fyrirspurn Stundarinnar til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra vegna þessa segir Áslaug Hulda Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sem svaraði fyrirspurninni, að aðalfundur Árvakurs hafi kosið nýja stjórn síðastliðið vor og að Ásdís Halla væri ekki í stjórninni. Upplýsingar um þetta nýja …
Athugasemdir (1)