Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Hann hefur ekki beðist afsökunar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Segja Auðunn hafa gert meira en að „fara yfir mörk“ Þær Thelma Tryggvadóttir, Ýr Guðjohnsen og Katla Ómarsdóttir bera í viðtali í þættinum Eigin konur að Auðunn Lúthersson hafi brotið gegn þeim kynferðislega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í apríl síðastliðnum birti Ísland í dag viðtal við Auðun Lúthersson tónlistarmann, sem hefur komið fram undir listamannsnafninu Auður. Tilefnið var ásakanir um meiðandi framkomu hans gagnvart konum.

Fyrstu ásakanir á hendur honum komu fram árið 2021. Fyrst kvað ein kona hann hafa verið ógnandi. Auðunn brást við því með því að senda frá sér yfirlýsingu, þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk konu. En hún var ekki ein, í kjölfarið sagði önnur að hann hefði brotið á sér og sú þriðja sagði hann hafa látið sig gera hluti sem hún vildi ekki. 

Sögunum fjölgaði og þær urðu alvarlegri. Sumar hafa hvorki verið sagðar af þolendum né verið sannreyndar. Sögur af byrlunum, þöggunarsamningum og frelsissviptingum. Sjálfur hefur Auðunn bent á að margt sem um hann sé sagt sé hreinn og klár uppspuni. Staða hans er því flóknari en í mörgum þessara mála. Hann hefur beðið um að vera …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Pétursdóttir skrifaði
    Trúi og stend með ykkur. Mikið andsk. minnir þetta á Jón Baldvin.
    0
  • Benni Sigmund skrifaði
    Ég trúi ykkur. En hvað í andskotanum gerði maðurinn?
    1
  • Svanhildur Steinarrsdóttir skrifaði
    Ég trúi ykkur og stend með ykkur hugrökku konur. Takk❤️
    2
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Næ ekki að lesa frétt, en er ekki komið að konunum sjálfum? Að heyra í Auðunni beint, og óska þess að hann hlýði amk á þær og hvernig þeim líður þó hann játi ekki endilega á sig það sem upp á hann er borið.

    Því fyrst opinber afsökunarbeiðni og hans vinnsla í hans málum dugir þeim ekki, og ef það sem margur þolandinn lýsir að virki jákvætt á sig að meintur gerandi hlusti amk á hvernig þolanda líður og málið horfir við honum, þá hafa þær til alls að vinna.
    -14
    • Saberoth Saber skrifaði
      Lol. Ég held þú þurfir meirri þroska til að átta þig á því hvað þú ert að segja.
      0
  • Elsa Harðardóttir skrifaði
    Trúi ykkur og stend með ykkur!
    7
  • Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir skrifaði
    Trúi ykkur og stend með ykkur, þvílíkur styrkur ❤️
    6
  • Hulda Sigmundsdóttir skrifaði
    Trúi ykkur og stend með ykkur. Takk fyrir ykkar hugrekki 💛
    6
  • Dögg Júlíusdóttir skrifaði
    Ég trúi ykkur og stend með ykkur
    8
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Hvort kallar hann sig Auð eða Auði?
    -3
  • Helga Ben skrifaði
    Takk fyrir þetta hugrekki. Ég trúi ykkur og stend með ykkur <3
    13
  • Hjördís Guðlaugsdóttir skrifaði
    Takk fyrir hugrekkið að segja ykkar hlið. Ég styð ykkur
    11
  • H
    Hildur skrifaði
    Takk fyrir hugrekkið og styrkinn, elsku konur.
    17
  • Elísa Snæ skrifaði
    Ég trúi ykkur og styð ykkur allar ♥️
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár