Í apríl síðastliðnum birti Ísland í dag viðtal við Auðun Lúthersson tónlistarmann, sem hefur komið fram undir listamannsnafninu Auður. Tilefnið var ásakanir um meiðandi framkomu hans gagnvart konum.
Fyrstu ásakanir á hendur honum komu fram árið 2021. Fyrst kvað ein kona hann hafa verið ógnandi. Auðunn brást við því með því að senda frá sér yfirlýsingu, þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk konu. En hún var ekki ein, í kjölfarið sagði önnur að hann hefði brotið á sér og sú þriðja sagði hann hafa látið sig gera hluti sem hún vildi ekki.
Sögunum fjölgaði og þær urðu alvarlegri. Sumar hafa hvorki verið sagðar af þolendum né verið sannreyndar. Sögur af byrlunum, þöggunarsamningum og frelsissviptingum. Sjálfur hefur Auðunn bent á að margt sem um hann sé sagt sé hreinn og klár uppspuni. Staða hans er því flóknari en í mörgum þessara mála. Hann hefur beðið um að vera …
Því fyrst opinber afsökunarbeiðni og hans vinnsla í hans málum dugir þeim ekki, og ef það sem margur þolandinn lýsir að virki jákvætt á sig að meintur gerandi hlusti amk á hvernig þolanda líður og málið horfir við honum, þá hafa þær til alls að vinna.