Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dæld í mannúðarstefnu sænskra stjórnvalda

Fylgisaukn­ing Sví­þjóð­ar­demó­krata, sem bygg­ir hluta af stefnu sinni á and­stöðu gegn inn­flytj­end­um, er dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda. Sænsk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að sam­kvæmt flokkn­um sé ekki hægt að vera Svíi og múslimi á sama tíma. Formað­ur frjáls­lynda íhalds­flokks­ins Moderata, stend­ur nú frammi fyr­ir því erf­iða verk­efni að mynda hægri­stjórn með stuðn­ingi frá flokkn­um um­deilda.

Dæld í mannúðarstefnu sænskra stjórnvalda
Úr sænska þinginu Jimmie Akesson leiðtogi Svíþjóðardemókrata til hægri á myndinni. Mynd: afp

Julia Kronlid, þingkona hægri öfgaflokksins Svíþjóðardemókrata, var á dögunum kjörin varaforseti sænska þingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem kjörinn fulltrúi flokksins gegnir slíku embætti innan sænska þingsins og verður að teljast mikill áfangasigur fyrir flokkinn. Flokkurinn tilheyrir ekki hinum hefðbundnu sænsku stjórnmálaflokkum, náði fyrst inn kjörnum fulltrúa á þing árið 2010 og byggir stefnu sínar á popúlisma og andúð á innflytjendum. Hægri blokkin hefur meirihluta á sænska þinginu eftir kosningarnar fyrir rúmlega tveimur vikum með 176 kjörna fulltrúa gegn 173 vinstra megin. Svíþjóðardemókratar voru sigurvegarar kosninganna, fengu 20,6 prósent greiddra atkvæða og er nú stærsti hægri flokkurinn á sænska þinginu. Ulf Kristersson, formaður frjálslynda íhaldsflokksins Moderata, fer með umboð til ríkisstjórnarmyndunar og ljóst er að hann stendur frammi fyrir erfiðu verkefni; að mynda hægristjórn með stuðningi frá hinum umdeilda flokki Svíþjóðardemókrata. 

Ríkisstjórnarmyndun gæti reynst flókin 

Þrátt fyrir þetta mikla fylgi flokksins þurfti tvær umferðir af atkvæðagreiðslu til að staðfesta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár