Börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, voru beitt alvarlegu andlegu ofbeldi með kerfisbundnum hætti. Á þriðja tug þeirra barna sem tekin voru viðtöl við við rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins lýstu einnig því að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og áreitni eða hafa orðið vitni að slíku ofbeldi. Barnaverndarstofa brást eftirlitshlutverki sínu.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi heimilisins á árunum 1997 til 2007. Aðeins voru tekin viðtöl við 34 af þeim 65 börnum sem vistuð voru á heimilinu. Þegar hafa komið fram vitnisburðir um að fólki hafi ekki staðið til boða að segja sína sögu fyrir rannsóknarnefndinni.
Sextán konur sem vistaðar voru á heimilinu á þessum árum stíga nú fram í Stundinni og skila skömminni þangað sem hún á heima.
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Á Laugalandi 2004-2005, 13-14 ára.
„Mér leið ömurlega á Laugalandi, reyndi ítrekað að taka eigið líf og finnst ég …
Áfram þið 👏🏼