Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður og aðgerðasinni, hefur áhyggjur af stöðu sinni hérlendis í kjölfar innleiðingar nýs lagabálks í mars í Rússlandi sem og framkomu rússneska sendiráðsins í hans garð. Hann stígur fram og segir sögu sína til að vara við aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem kunna að gera stöðu allra rússneskra ríkisborgara hérlendis sem kjósa að tjá sig gegn stríðinu afar ótrygga.
Andrei Menshenin hefur skipulagt fjölda mótmæla hérlendis frá því árið 2017, sum þeirra einkum fjölmenn, sérlega mótmælin gegn stríðinu í Úkraínu, sem hófust í Reykjavík fyrsta dag stríðsins. Andrei hefur hlotið athygli hérlendis fyrir þessa virkni hans á opinberu sviði, en sum viðbragða við virkninni innan rússneska samfélagsins á Íslandi hafa valdið honum áhyggjum, enda sýna þau fram á myndun dulinna ferla hjá sendiráðinu sem grafa undan möguleikum þeirra Rússa sem mótmæla stríðinu til þess að dvelja á Íslandi.
Njósnir innan rússneska samfélagsins á Íslandi
Andrei hefur orðið var …
Athugasemdir