Greint var frá því í gær að fyrstu sex mánuði þessa árs hafi lögreglu borist 1.232 tilkynningar um heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila, eins og það er orðað. Það eru að meðaltali sjö tilkynningar á hverjum degi eða 205 tilkynningar í mánuði. Karlar voru gerendur í 80 prósent tilvika og konur þolendur í 77 prósent tilvika þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrverandi maka.
Árlega leita leita um 140 konur skjóls í Kvennaathvarfinu og með þeim eru um 100 börn. Þá koma á fjórða hundrað konur koma í viðtöl eða stuðningshópa á vegum athvarfsins. „Þetta er gríðarlega mikið af konum, samt bara pínulítill hluti kvenna sem búa við ofbeldi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir í þættinum Eigin konur en hún var framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins í sextán ár.
„Á þessum 16 árum hafa orðið byltingar, ekki bara þessar byltingar sem við köllum byltingar …
Athugasemdir