Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir sagð­ist „setja lofts­lags­mál í for­gang“ en mesta breyt­ing­in á skatt­heimtu í nýju fjár­laga­frum­varpi er skatta­hækk­un á vist­væna bíla. Á þessu ári hafa ver­ið flutt­ir inn ör­lít­ið fleiri dísil­bíl­ar en raf­bíl­ar. Framund­an eru veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla.

Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir kynnti nýjan stjórnarsáttmála í nóvember í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við ætlum að setja loftslagsmál í forgang,“ sagði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í nóvember á síðasta ári. 

Nú þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sömu ríkisstjórnar, hefur kynnt ný fjárlög er helsta skattahækkunin lögð á svokallaða vistvæna bíla, þeirra sem hvorki losa koltvíoxíð né krefjast innflutts eldsneytis. Eitt helsta markmið fjárlaganna er að vinna gegn verðbólgu, en skattahækkanirnar auka hins vegar verðbólgu til skamms tíma.

Skattlagning vistvænna bíla er langáhrifamesta breytingin í fjárlagafrumvarpinu ef frá er talin hefðbundin hækkun ýmissa gjalda sem fylgja verðbólgu.

Á lista sem fylgir fjárlagafrumvarpinu yfir „tekjuáhrif helstu skattbreytinga á ríkissjóð“ eru tvær efstu þeirra „breytingar á vörugjaldi á ökutæki“, 2,7 milljarðar í auknar tekjur, og „breytingar á bifreiðagjaldi“ sem færa 2,2 milljarða króna í auknar tekjur. 

Minni skatttekjur vegna orkuskipta

Ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu að hún taki nú „fyrsta skrefið“ í aukinni skattheimtu á vistvæna bíla. Því er ráðgert að skattahækkunin á hreinorkubíla nú sé aðeins upphafið. Ástæðan er að tekjur ríkisins af eldsneyti, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, hafa lækkað og eru nú rétt um 1,2% en voru upp undir 1,8% fyrir áratug. Skattahækkun á rafbíla er „stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum“, segir í kynningu frumvarpsins. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu,“ segir þar.

Helstu breytingar samkvæmt frumvarpinuHér sjást helstu breytingarnar sem afleiðing af fjárlögum 2023 fyrir ríkissjóð, að meðtalinni tímabundinni framlengingu á virðisaukaskattsafslætti af rafbílum.

Aðferðin nú er tvíþætt.

Sú fyrri felur í sér að verð á rafbílum muni hækka um 5% . Samhliða verðhækkuninni hækkar vísitala neysluverðs um 0,2%, sem þýðir að verðbólga eykst um 0,2% og höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar um sama hlutfall.

Við þessa breytingu verður lagt á 5% lágmarks vörugjald á alla bíla, sem þýðir með öðrum orðum að innflutningsgjöld á rafmagnsbíla hækka sem nemur því, þar sem þeir hafa ekki borið vörugjöld vegna viðleitni til að fjölga hreinorkubílum og lækka útblástur efna sem valda loftslagsbreytingum. Fjármálaráðuneytið greinir jafnframt frá því að líklegt sé að notaðir bílar hækki í verði, rétt eins og nýir. „Gera má ráð fyrir að útsöluverð nýrra fólksbíla geti hækkað um allt að 5% og leiða má að því líkum að verðmæti þeirra fólksbíla sem fyrir eru í landinu muni auk þess hækka vegna hærra endursöluverðs,“ segir í fjárlagafrumvarpinu.

Annar liður í hækkun vörugjalda er að fækka þeim bílum sem fá ívilnanir með breyttum viðmiðum um losun á CO2.  Vörugjöld hafa byggt á því hversu mikið koltvíoxíð bíllinn losar við notkun. Losunarmörkin, sem marka gjaldið, verða lækkuð svo fleiri bílar taki á sig gjaldið. 

Seinni leiðin til þess að hækka skatta á bíla nær yfir allar tegundir þeirra. Það er gert í gegnum bifreiðagjöld.

Frekari hækkanir á rafbíla framundan

Samkvæmt kynningu Bjarna Benediktssonar í morgun má gera ráð fyrir að í fyrsta skrefinu hækki bifreiðagjöld á Teslu rafbíl úr 20 þúsund krónum í 30 þúsund krónur á ári, en vörugjöld og virðisaukaskattur hækki um 300 þúsund króunr fyrir innflutta rafmagnsbíla. Hækkun á bifreiðagjöldum snertir einnig jarðefnaeldsneytisbíla og tvinnbíla. Samtals er um 2,2 milljarða króna í aukasköttum að ræða með hækkuðum bifreiðagjöldum og 2,7 milljarða króna vegna hækkunar á innflutningsgjöldum á rafbíla.

Enn verður við lýði lækkaður virðisaukaskattur af hreinum rafbílum, allt að rúmlega 1,5 milljón króna fyrir hvern bíl, allt þar til 20 þúsund rafbílar hafa verið seldir. Frá því ívilnunin var sett á hafa um 15 þúsund rafbílar verið fluttir inn. Hins vegar eru 20 þúsund bílar aðeins brot af bílaflota Íslendinga.

Jarðefnaeldsneyti fyrirferðamestAf 332 þúsund bifreiðum á landinu eru aðeins tæplega 15 þúsund rafbílar, eða sem nemur 4,4%.

Rafmagnsbílar lítill hluti bílaflotans

Þrátt fyrir að skattahækkanir á rafbíla byggi á því að hreinorkubílum hafi fjölgað eru rafbílar aðeins lítið brot af bifreiðaflota Íslendinga. Jafnvel þegar tengiltvinnbílar og hybrid-bílar eru teknir með í reikninginn er restin, 86% bíla á Íslandi, ennþá alfarið knúnir af jarðefnaeldsneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjárlagafrumvarp 2023

380 milljónir til viðbótar í varnarmál
FréttirFjárlagafrumvarp 2023

380 millj­ón­ir til við­bót­ar í varn­ar­mál

Fjölga á í hópi þeirra sem sinna varn­ar­mál­um fyr­ir Ís­land og fjár­festa á í ör­ugg­um sam­skipta­rým­um og bún­aði í sendi­ráð­um fyr­ir 130 millj­ón­ir króna. Gert er ráð fyr­ir 300 millj­óna aukn­um fram­lög­um til varn­artengdra verk­efna „sem nauð­syn er að ráð­ast í, með­al ann­ars vegna gjör­breyttra ör­ygg­is­mála í okk­ar heims­hluta“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár