Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá málverk frá 1951. Hver málaði það — vel að merkja ekki Íslendingur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi býr meirihluti Zúlú-þjóðarinnar?

2.  Í hvaða landi er skakki turninn?

3.  Hvað er stærsta húsið sem stendur við Listabraut á Kringlusvæðinu í Reykjavík?

4.  Hver af nánustu hús- eða gæludýrum mannsins hafa bestu heyrnina?

5.  Korma er fæðutegund. Hvar ætli hún sé upprunnin?

6.  Óformlegt samkomulag er um að neðanjarðarlestarstöðvar í einni tiltekinni stórborg séu glæsilegri og tilkomumeiri en nokkurs staðar annars staðar. Hvaða borg er það?

7.  Hvaða dýr lifir fyrst og fremst á bambus?

8.  Hvaða hátíð var á sínum tíma kölluð „þjóðvegahátíðin mikla“ vegna umferðarteppu sem leiddi til þess að flestir sem ætluðu á hátíðina sátu klukkutímum saman fastir í bílum sínum?

9.  Aðeins eru um 25 kílómetrar, og varla það, milli tveggja stærstu og virkustu eldfjalla á Íslandi. Annað hefur gosið oft upp á síðkastið en hitt virðist frekar stunda að senda hraun upp á yfirborðið í nokkurri fjarlægð, þótt einnig hafi gosið í því sjálfu — en ekki nýlega þó. Hvað heita þessi eldfjöll bæði?

10.  Cro-Magnon heitir staður í miðju Frakklandi, þó sunnarlega. Hvað er eða var öllu heldur kennt við þann stað?

***

Seinni aukaspurning:

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Suður-Afríku.

2.  Ítalíu.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Kettir.

5.  Á Indlandi — í hinum gamla skilningi orðsins sem einnig merkir Bangla Desj og Pakistan.

6.  Moskva.

7.  Panda.

8.  50 ára lýðveldisafmæli 1994.

9.  Bárðarbunga og Grímsvötn, bæði undir Vatnajökli.

10.  Steinaldarmenn dugar alveg sem svar, eða frummenn eða eitthvað þvíumlíkt.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem málaði málverkið hét Jackson Pollock.

Konan er Birgitta Jónsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár