Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá málverk frá 1951. Hver málaði það — vel að merkja ekki Íslendingur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi býr meirihluti Zúlú-þjóðarinnar?

2.  Í hvaða landi er skakki turninn?

3.  Hvað er stærsta húsið sem stendur við Listabraut á Kringlusvæðinu í Reykjavík?

4.  Hver af nánustu hús- eða gæludýrum mannsins hafa bestu heyrnina?

5.  Korma er fæðutegund. Hvar ætli hún sé upprunnin?

6.  Óformlegt samkomulag er um að neðanjarðarlestarstöðvar í einni tiltekinni stórborg séu glæsilegri og tilkomumeiri en nokkurs staðar annars staðar. Hvaða borg er það?

7.  Hvaða dýr lifir fyrst og fremst á bambus?

8.  Hvaða hátíð var á sínum tíma kölluð „þjóðvegahátíðin mikla“ vegna umferðarteppu sem leiddi til þess að flestir sem ætluðu á hátíðina sátu klukkutímum saman fastir í bílum sínum?

9.  Aðeins eru um 25 kílómetrar, og varla það, milli tveggja stærstu og virkustu eldfjalla á Íslandi. Annað hefur gosið oft upp á síðkastið en hitt virðist frekar stunda að senda hraun upp á yfirborðið í nokkurri fjarlægð, þótt einnig hafi gosið í því sjálfu — en ekki nýlega þó. Hvað heita þessi eldfjöll bæði?

10.  Cro-Magnon heitir staður í miðju Frakklandi, þó sunnarlega. Hvað er eða var öllu heldur kennt við þann stað?

***

Seinni aukaspurning:

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Suður-Afríku.

2.  Ítalíu.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Kettir.

5.  Á Indlandi — í hinum gamla skilningi orðsins sem einnig merkir Bangla Desj og Pakistan.

6.  Moskva.

7.  Panda.

8.  50 ára lýðveldisafmæli 1994.

9.  Bárðarbunga og Grímsvötn, bæði undir Vatnajökli.

10.  Steinaldarmenn dugar alveg sem svar, eða frummenn eða eitthvað þvíumlíkt.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem málaði málverkið hét Jackson Pollock.

Konan er Birgitta Jónsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár