Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

913. spurningaþraut: Hver af dýrunum okkar heyra best?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá málverk frá 1951. Hver málaði það — vel að merkja ekki Íslendingur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi býr meirihluti Zúlú-þjóðarinnar?

2.  Í hvaða landi er skakki turninn?

3.  Hvað er stærsta húsið sem stendur við Listabraut á Kringlusvæðinu í Reykjavík?

4.  Hver af nánustu hús- eða gæludýrum mannsins hafa bestu heyrnina?

5.  Korma er fæðutegund. Hvar ætli hún sé upprunnin?

6.  Óformlegt samkomulag er um að neðanjarðarlestarstöðvar í einni tiltekinni stórborg séu glæsilegri og tilkomumeiri en nokkurs staðar annars staðar. Hvaða borg er það?

7.  Hvaða dýr lifir fyrst og fremst á bambus?

8.  Hvaða hátíð var á sínum tíma kölluð „þjóðvegahátíðin mikla“ vegna umferðarteppu sem leiddi til þess að flestir sem ætluðu á hátíðina sátu klukkutímum saman fastir í bílum sínum?

9.  Aðeins eru um 25 kílómetrar, og varla það, milli tveggja stærstu og virkustu eldfjalla á Íslandi. Annað hefur gosið oft upp á síðkastið en hitt virðist frekar stunda að senda hraun upp á yfirborðið í nokkurri fjarlægð, þótt einnig hafi gosið í því sjálfu — en ekki nýlega þó. Hvað heita þessi eldfjöll bæði?

10.  Cro-Magnon heitir staður í miðju Frakklandi, þó sunnarlega. Hvað er eða var öllu heldur kennt við þann stað?

***

Seinni aukaspurning:

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Suður-Afríku.

2.  Ítalíu.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Kettir.

5.  Á Indlandi — í hinum gamla skilningi orðsins sem einnig merkir Bangla Desj og Pakistan.

6.  Moskva.

7.  Panda.

8.  50 ára lýðveldisafmæli 1994.

9.  Bárðarbunga og Grímsvötn, bæði undir Vatnajökli.

10.  Steinaldarmenn dugar alveg sem svar, eða frummenn eða eitthvað þvíumlíkt.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem málaði málverkið hét Jackson Pollock.

Konan er Birgitta Jónsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár