Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

912. spurningaþraut: Hvern er verið að jarða?

912. spurningaþraut: Hvern er verið að jarða?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá mynd frá útför karls nokkurs fyrir allnokkrum áratugum. Þið gætuð prófað að klikka á myndina til að sjá betur ótrúlegan mannfjöldann. Spurningin er: Hvern er verið að jarða?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir hvaða stofnun starfaði Vladimir Pútin 1975-1990?

2.  Um og upp úr 1970 var í miklum metum hjá sumum róttæklingum lítil bók sem kölluð var Rauða kverið. Það hafði að geyma tilvitnanir í stjórnmálamann sem þá var upp á sitt áhrifamesta. Hver var hann?

3.  Hverjir tóku við hervernd Íslands árið 1941, eins og það var orðað?

4.  Rétt rúmlega helming allra beina í mannslíkama er að finna í fjórum tiltölulega litlum knippum — ef svo má orða það. Hvaða líkamspartar eru það?

5.  Upp af hvaða firði, flóa, vík eða vogi gengur Aðaldalur?

6.  Rothögg í boxi þýðir ekki endilega að einhver rotist, heldur bara svo öflugt högg að annar keppandi er þar með úr leik. Hvað nefnist samsvarandi lokahnykkur í júdó?

7.  Árið 1997 dó ítalski tískukóngurinn Gianni Versace fyrir aldur fram, aðeins fimmtugur. Hvað henti hann?

8.  Ögmundur Jónasson var um tíma fréttamaður, síðar varð hann þingmaður og ráðherra um tíma. En hann var líka formaður í fjölmennu stéttarfélagi um tíma. Hvaða félag var það?

9.  Ríki eitt samanstendur af tveimur þokkalegum eyjum og heitir eftir báðum. Þótt ríkið hafi verið nýlenda Breta frá því um 1800 og þar til það öðlaðist sjálfstæði 1962, þá hafði það í nokkrar aldir þar á undan verið undir stjórn Spánar og höfuðborgin í landinu heitir reyndar ennþá eftir Spáni! Ríkið var fámennasta landið sem hafði komist á HM í fótbolta karla áður en það met var slegið af Íslendingum. Hvaða ríki er þetta?

10.  Í hvaða hafi er þetta eyríki annars?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

****

Svör við aðalspurningum:

1.  KGB.

2.  Maó Zedong.

3.  Bandaríkjamenn.

4.  Hendur og fætur. (27 bein eru í hvorri hendi, 26 í hvorum fæti, 106 alls, en alls eru beinin 206.)

5.  Skjálfanda.

6.  Ippon.

7.  Hann var myrtur. 

8.  BSRB.

9.  Trínidad og Tóbago.

10.  Karíbahafi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að jarða Stalín.

Á neðri myndinni er Hildur Guðnadóttir tónskáld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár