Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

912. spurningaþraut: Hvern er verið að jarða?

912. spurningaþraut: Hvern er verið að jarða?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá mynd frá útför karls nokkurs fyrir allnokkrum áratugum. Þið gætuð prófað að klikka á myndina til að sjá betur ótrúlegan mannfjöldann. Spurningin er: Hvern er verið að jarða?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir hvaða stofnun starfaði Vladimir Pútin 1975-1990?

2.  Um og upp úr 1970 var í miklum metum hjá sumum róttæklingum lítil bók sem kölluð var Rauða kverið. Það hafði að geyma tilvitnanir í stjórnmálamann sem þá var upp á sitt áhrifamesta. Hver var hann?

3.  Hverjir tóku við hervernd Íslands árið 1941, eins og það var orðað?

4.  Rétt rúmlega helming allra beina í mannslíkama er að finna í fjórum tiltölulega litlum knippum — ef svo má orða það. Hvaða líkamspartar eru það?

5.  Upp af hvaða firði, flóa, vík eða vogi gengur Aðaldalur?

6.  Rothögg í boxi þýðir ekki endilega að einhver rotist, heldur bara svo öflugt högg að annar keppandi er þar með úr leik. Hvað nefnist samsvarandi lokahnykkur í júdó?

7.  Árið 1997 dó ítalski tískukóngurinn Gianni Versace fyrir aldur fram, aðeins fimmtugur. Hvað henti hann?

8.  Ögmundur Jónasson var um tíma fréttamaður, síðar varð hann þingmaður og ráðherra um tíma. En hann var líka formaður í fjölmennu stéttarfélagi um tíma. Hvaða félag var það?

9.  Ríki eitt samanstendur af tveimur þokkalegum eyjum og heitir eftir báðum. Þótt ríkið hafi verið nýlenda Breta frá því um 1800 og þar til það öðlaðist sjálfstæði 1962, þá hafði það í nokkrar aldir þar á undan verið undir stjórn Spánar og höfuðborgin í landinu heitir reyndar ennþá eftir Spáni! Ríkið var fámennasta landið sem hafði komist á HM í fótbolta karla áður en það met var slegið af Íslendingum. Hvaða ríki er þetta?

10.  Í hvaða hafi er þetta eyríki annars?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

****

Svör við aðalspurningum:

1.  KGB.

2.  Maó Zedong.

3.  Bandaríkjamenn.

4.  Hendur og fætur. (27 bein eru í hvorri hendi, 26 í hvorum fæti, 106 alls, en alls eru beinin 206.)

5.  Skjálfanda.

6.  Ippon.

7.  Hann var myrtur. 

8.  BSRB.

9.  Trínidad og Tóbago.

10.  Karíbahafi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að jarða Stalín.

Á neðri myndinni er Hildur Guðnadóttir tónskáld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár