Mikael Tamar leitar nú að blóðföður sínum. Hann er sonur íslenskrar konu og erlends manns, sem hann veit ekki hver er – eða var. „Þegar við vorum krakkar sá ég vini mína leita ráða hjá feðrum sínum, en ég átti engan pabba. Þær föðurímyndir sem komust mér næst fann ég í móðurbræðrum mínum, sem eru þeir allra hörðustu vinnumenn sem ég veit um og góðar fyrirmyndir. Auðvitað vildi ég vita hver pabbi minn væri en mamma hafði ekki svörin. Mér fannst ég bara vera hálfur.“
Á fullorðinsárum skildi hann betur hversu djúpstæð áhrif það hafði á hann að þekkja ekki uppruna sinn. Hann vildi vita hvaðan hann væri og hver faðir hans væri. „Fyrir þremur árum benti mamma mér á að það væri verið að selja DNA-próf í apóteki, með aðgangi að gagnabanka sem heitir My Heritage. Ég tók þetta próf. Samkvæmt niðurstöðunni er eða var blóðfaðir minn frá Bandaríkjunum. …
Athugasemdir (3)