Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

870. spurningaþraut: Þemaþrautin er um Svíþjóð núna

870. spurningaþraut: Þemaþrautin er um Svíþjóð núna

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi sænska kona?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forsætisráðherra Svíþjóðar?

2.  Hvaða ár var Olof Palme myrtur?

3.  Kiruna heitir borg ein í Svíþjóð. Fyrir hvað er hún fræg?

4.  Hvað er Kebnekaise? Er það: heimabær Alfreds Nobels á Skáni — hæsta fjallið í Svíþjóð, við landamæri Noregs — kastali Kristínu Svíadrottningar — safn þjóðsagna, gefið út á 18. öld — þjóðlegur ostaréttur úr Smálöndum?

5.  Hversu margir eru Svíar? Eru þeir 6,2 milljónir — 8,2 milljónir — 10,2 milljónir — eða 12,2 milljónir?

6.  Hún fæddist 5. apríl 1950 í Jönköping og komst í sviðsljós heimsins árið 1974. Og þar hélst hún síðan í áratug og var þá óhætt að segja að hún væri ein af frægustu konum heimsins og nálega allir þekktu andlitið á henni. Og gera jafnvel enn. Hvað heitir hún?

7.  Hvaða sænska borg stendur andspænis Kaupmannahöfn?

8.  Hver af söguhetjum Astrid Lindgren var gjarnan á þakinu?

9.  Svíar hafa átt ótal fræga listamenn á nánast öllum sviðum. Einn þeirra var kvikmyndaleikstjóri sem lést tæplega níræður 2007. Myndir hans voru einkar listrænar, sumum fannst þær hægar og þungar en hann hafði gríðarleg áhrif á aðra kvikmyndagerðarmenn. Hvað hét hann?

10.  Hvað heitir stærsta eyjan við Svíþjóð?

***

Seinni aðalspurning:

Hvað heitir konan hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magdalena Anderson.

2.  1986.

3.  Járnnámur

4.  Kebnekaise er hæsta fjallið í Svíþjóð. 

5.  Svíar eru nú rétt rúmlega 10,2 milljónir.

6.  Agnetha Fältskog, söngkona í ABBA.

7.  Málmey.

8.  Kalli. (Kalli á þakinu.)

9.  Ingmar Bergman.

10.  Gotland.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Viktoría og er krónprinsessa.

Konan á neðri myndinni er rithöfundurinn Selma Lagerlöf, fyrsta konan sem fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár