Fyrri aukaspurning:
Hvaða kettir eru þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða erlenda fjölmiðli birtist á dögunum viðtal við Björku Guðmundsdóttur þar sem hún fór hörðum orðum um frammistöðu Katrínar Jakobsdóttur í umhverfismálum?
2. Árið 1901 tók Játvarður 7. við konungstign á Bretlandi af ... hverjum?
3. Árið 1931 opnaði fyrsti sérhannaði leikskóli landsins. Leikskólinn var í Reykjavík og er enn á sínum stað á Skólavörðuholtinu. Hvað heitir þessi fyrsti leikskóli?
4. Í hvaða ríki falla stórfljótin Tígris og Efrat til sjávar?
5. Hvaða spendýr eru með hlutfallslega lengstu framlimi, sem sagt miðað við stærð dýrsins?
6. Í ríki einu er ónefnd höfuðborg langfjölmennasta borg en í næstu fjórum sætum koma borgirnar Debrecen, Szeged og Miskolc og loks Pécs. Hvaða land er þetta?
7. Hvaða algenga húsdýr okkar mannanna skortir algjörlega bragðlauka sem sýna viðbrögð við sykri eða sætuefnum yfirleitt — og dýrin hafa því minni en engan áhuga á sætri fæðu?
8. Hver er þekktastur þeirra sem líflátnir hafa verið á Golgata-hæð?
9. Dósóþesus er afar sjaldgæft nafn á Íslandi en þó kann Íslendingabók dæmi um 11 karla sem hafa verið skírðir þessu nafni á árabilinu 1761 til 1910. Allir eða nær allir virðast vera frá einum afmörkuðum landshluta. Hvaða landshluti er það?
10. Hverjum er hér lýst? „[Hann] var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því, sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur, þá er hann var reiður; hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur; en er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætur; [Hann] var svarteygur og skolbrúnn.“
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist hvuttinn á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Guardian.
2. Viktoríu.
3. Grænaborg.
4. Írak.
5. Leðurblökur.
6. Ungverjaland.
7. Kettir.
8. Jesúa frá Nasaret.
9. Vestfirðir.
10. Agli Skallagrímssyni.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd eru síamskettir.
Á neðri mynd er Chihuahua-hundur.
Athugasemdir (1)