Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

867. spurningaþraut: Rignir hundum og köttum?

867. spurningaþraut: Rignir hundum og köttum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða kettir eru þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða erlenda fjölmiðli birtist á dögunum viðtal við Björku Guðmundsdóttur þar sem hún fór hörðum orðum um frammistöðu Katrínar Jakobsdóttur í umhverfismálum?

2.  Árið 1901 tók Játvarður 7. við konungstign á Bretlandi af ... hverjum?

3.  Árið 1931 opnaði fyrsti sérhannaði leikskóli landsins. Leikskólinn var í Reykjavík og er enn á sínum stað á Skólavörðuholtinu. Hvað heitir þessi fyrsti leikskóli?

4.  Í hvaða ríki falla stórfljótin Tígris og Efrat til sjávar?

5.  Hvaða spendýr eru með hlutfallslega lengstu framlimi, sem sagt miðað við stærð dýrsins?

6.  Í ríki einu er ónefnd höfuðborg langfjölmennasta borg en í næstu fjórum sætum koma borgirnar Debrecen, Szeged og Miskolc og loks Pécs. Hvaða land er þetta?

7.  Hvaða algenga húsdýr okkar mannanna skortir algjörlega bragðlauka sem sýna viðbrögð við sykri eða sætuefnum yfirleitt — og dýrin hafa því minni en engan áhuga á sætri fæðu?

8.  Hver er þekktastur þeirra sem líflátnir hafa verið á Golgata-hæð?

9.  Dósóþesus er afar sjaldgæft nafn á Íslandi en þó kann Íslendingabók dæmi um 11 karla sem hafa verið skírðir þessu nafni á árabilinu 1761 til 1910. Allir eða nær allir virðast vera frá einum afmörkuðum landshluta. Hvaða landshluti er það?

10.  Hverjum er hér lýst? „[Hann] var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því, sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur, þá er hann var reiður; hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur; en er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætur; [Hann] var svarteygur og skolbrúnn.“

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist hvuttinn á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guardian.

2.  Viktoríu.

3.  Grænaborg.

4.  Írak.

5.  Leðurblökur.

6.  Ungverjaland.

7.  Kettir.

8.  Jesúa frá Nasaret.

9.  Vestfirðir.

10.  Agli Skallagrímssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru síamskettir.

Á neðri mynd er Chihuahua-hundur.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
3
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár