Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

867. spurningaþraut: Rignir hundum og köttum?

867. spurningaþraut: Rignir hundum og köttum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða kettir eru þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða erlenda fjölmiðli birtist á dögunum viðtal við Björku Guðmundsdóttur þar sem hún fór hörðum orðum um frammistöðu Katrínar Jakobsdóttur í umhverfismálum?

2.  Árið 1901 tók Játvarður 7. við konungstign á Bretlandi af ... hverjum?

3.  Árið 1931 opnaði fyrsti sérhannaði leikskóli landsins. Leikskólinn var í Reykjavík og er enn á sínum stað á Skólavörðuholtinu. Hvað heitir þessi fyrsti leikskóli?

4.  Í hvaða ríki falla stórfljótin Tígris og Efrat til sjávar?

5.  Hvaða spendýr eru með hlutfallslega lengstu framlimi, sem sagt miðað við stærð dýrsins?

6.  Í ríki einu er ónefnd höfuðborg langfjölmennasta borg en í næstu fjórum sætum koma borgirnar Debrecen, Szeged og Miskolc og loks Pécs. Hvaða land er þetta?

7.  Hvaða algenga húsdýr okkar mannanna skortir algjörlega bragðlauka sem sýna viðbrögð við sykri eða sætuefnum yfirleitt — og dýrin hafa því minni en engan áhuga á sætri fæðu?

8.  Hver er þekktastur þeirra sem líflátnir hafa verið á Golgata-hæð?

9.  Dósóþesus er afar sjaldgæft nafn á Íslandi en þó kann Íslendingabók dæmi um 11 karla sem hafa verið skírðir þessu nafni á árabilinu 1761 til 1910. Allir eða nær allir virðast vera frá einum afmörkuðum landshluta. Hvaða landshluti er það?

10.  Hverjum er hér lýst? „[Hann] var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því, sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur, þá er hann var reiður; hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur; en er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætur; [Hann] var svarteygur og skolbrúnn.“

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist hvuttinn á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Guardian.

2.  Viktoríu.

3.  Grænaborg.

4.  Írak.

5.  Leðurblökur.

6.  Ungverjaland.

7.  Kettir.

8.  Jesúa frá Nasaret.

9.  Vestfirðir.

10.  Agli Skallagrímssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru síamskettir.

Á neðri mynd er Chihuahua-hundur.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár