Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

866. spurningaþraut: Stærsta sandalda í Evrópu, hvar er hún?

866. spurningaþraut: Stærsta sandalda í Evrópu, hvar er hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár er miðað við að íslam hafi upphafist. Var það árið 410 — 510 — 610 — eða 710?

2.  Hvar varð eldgos á Íslandi árið 1918?

3.  Hvaða dýr var sagt koma með börnin samkvæmt miðaldaþjóðsögum í Evrópu?

4.  Hvað var eina kommúnistaríkið í Evrópu þar sem hrinda þurfti stjórninni frá völdum með valdi?

5.  Hvaða Íslendingur var nýlega valinn einn af þremur stjórnendum rannsóknar sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir á sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Úkraínu?

6.  Hver var forseti Rússlands á undan Pútin?

7.  Hvaða tungumál er útbreiddast í Sviss?

8.  Pilat er hún kölluð, stærsta sandalda í Evrópuríki. Hún er rúmlega 100 metra há, 2,7 kílómetra löng frá norðri til suðurs og um 500 metra breið. Milljónir ferðamanna koma að skoða sandölduna á hverju ári. En í hvaða landi er Pilat?

9.  Hvaða fyrirbæri er kallað elrir?

10.  Við hvað fékkst rússneska konan Anna Akhmatova? Hér þarf nákvæmt svar.

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl var á sínum tíma íþróttamaður í fremstu röð. Hvað heitir hann?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  610.

2.  Í Kötlu.

3.  Storkurinn.

4.  Rúmenía.

5.  Ingibjörg Sólrún.

6.  Jeltsín.

7.  Þýska.

8.  Frakklandi.

9.  Trjátegund.

10.  Hún var ljóðskáld. Rithöfundur dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður RÚV. Að venju duga tvö skírnarnöfn ef fólk notar þau bæði, svo María Sigrún dugar vel fyrir stigi.

Á neðri myndinni er danski fótboltamarkvörðurinn Peter Schmeichel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Seinni aukaspurning:
    Markvörðurinn Peter Schmeichel er einn af þessum skemmtilegu og einstökum markmanni, sem þegar er kominn í sögubækurnar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár