Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

866. spurningaþraut: Stærsta sandalda í Evrópu, hvar er hún?

866. spurningaþraut: Stærsta sandalda í Evrópu, hvar er hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár er miðað við að íslam hafi upphafist. Var það árið 410 — 510 — 610 — eða 710?

2.  Hvar varð eldgos á Íslandi árið 1918?

3.  Hvaða dýr var sagt koma með börnin samkvæmt miðaldaþjóðsögum í Evrópu?

4.  Hvað var eina kommúnistaríkið í Evrópu þar sem hrinda þurfti stjórninni frá völdum með valdi?

5.  Hvaða Íslendingur var nýlega valinn einn af þremur stjórnendum rannsóknar sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir á sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Úkraínu?

6.  Hver var forseti Rússlands á undan Pútin?

7.  Hvaða tungumál er útbreiddast í Sviss?

8.  Pilat er hún kölluð, stærsta sandalda í Evrópuríki. Hún er rúmlega 100 metra há, 2,7 kílómetra löng frá norðri til suðurs og um 500 metra breið. Milljónir ferðamanna koma að skoða sandölduna á hverju ári. En í hvaða landi er Pilat?

9.  Hvaða fyrirbæri er kallað elrir?

10.  Við hvað fékkst rússneska konan Anna Akhmatova? Hér þarf nákvæmt svar.

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl var á sínum tíma íþróttamaður í fremstu röð. Hvað heitir hann?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  610.

2.  Í Kötlu.

3.  Storkurinn.

4.  Rúmenía.

5.  Ingibjörg Sólrún.

6.  Jeltsín.

7.  Þýska.

8.  Frakklandi.

9.  Trjátegund.

10.  Hún var ljóðskáld. Rithöfundur dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður RÚV. Að venju duga tvö skírnarnöfn ef fólk notar þau bæði, svo María Sigrún dugar vel fyrir stigi.

Á neðri myndinni er danski fótboltamarkvörðurinn Peter Schmeichel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Seinni aukaspurning:
    Markvörðurinn Peter Schmeichel er einn af þessum skemmtilegu og einstökum markmanni, sem þegar er kominn í sögubækurnar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár