Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

865. spurningaþraut: Hvernig dýr nefnist serval?

865. spurningaþraut: Hvernig dýr nefnist serval?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Kerecis heitir fyrirtæki eitt sem hefur bækistöðvar á Ísafirði en hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Fyrirtækið einbeitir sér að þróun og framleiðslu á sáraplástrum úr ... hverju?

2.  Athygli vakti snemma í sumar er erlent fjárfestingarfyrirtæki keypti hlut í Kerecis fyrir meira en fimm milljarða króna, en á bak við það stendur aftur á móti víðfrægt danskt fyrirtæki. Það framleiðir vörur er allir þekkja. Hvaða vörur?

3.  Í gær var spurt hér um hina ungu söngkonu Guðlaugu Sóleyju Höskuldsdóttur. Önnur ung íslensk söngkona heitir Sara Pétursdóttir og hún hefur líkt og Guðlaug (og fleiri) komið fram undir sérstöku listamannsnafni. Sara hefur nú tilkynnt að hún ætli að leggja tónlistarmanninn í sér til hliðar, en hvað hefur hún kallað sig?

4.  Hvaða þýska fótboltalið hefur nú unnið meistaratitil karla í tíu ár í röð?

5.  Hvers konar dýr heitir á erlendum málum serval, en er á íslensku kennt við gresjur þær í Afríku þar sem dýrið býr?

6.  Hvað kallaðist bróðir Ladda sem lengi vel kom fram með honum?

7.  Hvað heitir Laddi annars fullu nafni?

8.  Þorp eitt í Galíleu í Ísrael heitir á arabísku al-Majdal en á hebresku Migdal. Nafnið þýðir Turninn. Hvað heitir þekkasti einstaklingurinn sem mun vera frá þessu þorpi?

9.  Bygging á hverju hófst 13. ágúst 1961?

10.  Árni Bergmann var í þrjá áratugi helsti menningarskríbent og síðan ritstjóri hvaða dagblaðs?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fiskroði.

2.  Legó.

3.  Glowie.

4.  Bayern München.

5.  Köttur — nefnist gresjuköttur á íslensku.

Servalskettlíngar

6.  Halli.

7.  Þórhallur Sigurðsson.

8.  María Magdalena.

9.  Berlínarmúrnum.

10.  Þjóðviljanum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Svala Björgvins!

Á neðri mynd er fáni Mexíkó.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár