Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Axlar-Björn er sögufrægur maður í Íslandssögunni. Hvað vann hann sér til frægðar?
2. Hvar á landinu er Öxl sú sem Björn var kenndur við?
3. Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir heitir kornung íslensk söngkona sem hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir tónlist sína. Hvað kallar Guðlaug sig?
4. Hvaða ár var Alþingishúsið vígt? Var það 1781 — 1831 — 1881 — eða 1931?
5. Grímsey heitir eyja ein sem er nokkurn veginn beint í norður af annarri allstórri eyju. Hvað heitir sú síðarnefnda?
6. Hversu langt í norður frá meginlandi Íslands er Grímsey þessi? Er hún 10 kílómetra frá landi — 40 kílómetra — 80 kílómetra — eða 110 kílómetra?
7. Önnur Grímsey er í mynni fjarðar töluvert vestar á landinu. Hver er sá fjörður?
8. Við hvað fékkst Henný Eldey Vilhjálmsdóttir helst í lífinu, svo eftir var tekið?
9. Í hvaða jökli er Hvannadalshnjúkur?
10. Hver lék aðalkarlhlutverkið í kvikmyndinni Gaukshreiðrið eða One Flew Over the Cuckoo's Nest?
***
Seinni aukaspurning:
Þessari hnuplaði ég af vefsíðu Morgunblaðsins. Ólafur K. Magnússon tók hana 1978 þegar tveir nýir þingmenn komu til vinnu sinnar í fyrsta sinn. Hvað heita þau — og hér verður að hafa bæði nöfn rétt.
***
Svör við aukaspurningum:
1. Hann var morðingi.
2. Á Snæfellsnesi.
3. Gugusar. Hér er hlekkur á tónlist hennar.
4. 1881.
5. Flatey á Skjálfanda.
6. 40 kílómetra.
7. Steingrímsfjörður.
8. Hún var söngkona. Hér má heyra í henni.
9. Öræfajökli.
10. Jack Nicholson.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er úr Gullæði Chaplins.
Á neðri myndinni má hins vegar sjá þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Vilmund Gylfason.
Athugasemdir