Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

864. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Grímsey og Grímsey

864. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Grímsey og Grímsey

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Axlar-Björn er sögufrægur maður í Íslandssögunni. Hvað vann hann sér til frægðar?

2.   Hvar á landinu er Öxl sú sem Björn var kenndur við?

3.  Guð­laug Sóley Hösk­ulds­dótt­ir heitir kornung íslensk söngkona sem hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir tónlist sína. Hvað kallar Guðlaug sig?

4.  Hvaða ár var Alþingishúsið vígt? Var það 1781 — 1831 — 1881 — eða 1931?

5.  Grímsey heitir eyja ein sem er nokkurn veginn beint í norður af annarri allstórri eyju. Hvað heitir sú síðarnefnda?

6.  Hversu langt í norður frá meginlandi Íslands er Grímsey þessi? Er hún 10 kílómetra frá landi — 40 kílómetra — 80 kílómetra — eða 110 kílómetra?

7.  Önnur Grímsey er í mynni fjarðar töluvert vestar á landinu. Hver er sá fjörður?

8.  Við hvað fékkst Henný Eldey Vilhjálmsdóttir helst í lífinu, svo eftir var tekið?

9.  Í hvaða jökli er Hvannadalshnjúkur? 

10.  Hver lék aðalkarlhlutverkið í kvikmyndinni Gaukshreiðrið eða One Flew Over the Cuckoo's Nest?

***

Seinni aukaspurning:

Þessari hnuplaði ég af vefsíðu Morgunblaðsins. Ólafur K. Magnússon tók hana 1978 þegar tveir nýir þingmenn komu til vinnu sinnar í fyrsta sinn. Hvað heita þau — og hér verður að hafa bæði nöfn rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Hann var morðingi.

2.  Á Snæfellsnesi.

3.  Gugusar. Hér er hlekkur á tónlist hennar.

4.  1881.

5.  Flatey á Skjálfanda.

6.  40 kílómetra.

7.  Steingrímsfjörður.

8.  Hún var söngkona. Hér má heyra í henni.

9.  Öræfajökli.

10.  Jack Nicholson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Gullæði Chaplins.

Á neðri myndinni má hins vegar sjá þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Vilmund Gylfason.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár