Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

864. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Grímsey og Grímsey

864. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Grímsey og Grímsey

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Axlar-Björn er sögufrægur maður í Íslandssögunni. Hvað vann hann sér til frægðar?

2.   Hvar á landinu er Öxl sú sem Björn var kenndur við?

3.  Guð­laug Sóley Hösk­ulds­dótt­ir heitir kornung íslensk söngkona sem hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir tónlist sína. Hvað kallar Guðlaug sig?

4.  Hvaða ár var Alþingishúsið vígt? Var það 1781 — 1831 — 1881 — eða 1931?

5.  Grímsey heitir eyja ein sem er nokkurn veginn beint í norður af annarri allstórri eyju. Hvað heitir sú síðarnefnda?

6.  Hversu langt í norður frá meginlandi Íslands er Grímsey þessi? Er hún 10 kílómetra frá landi — 40 kílómetra — 80 kílómetra — eða 110 kílómetra?

7.  Önnur Grímsey er í mynni fjarðar töluvert vestar á landinu. Hver er sá fjörður?

8.  Við hvað fékkst Henný Eldey Vilhjálmsdóttir helst í lífinu, svo eftir var tekið?

9.  Í hvaða jökli er Hvannadalshnjúkur? 

10.  Hver lék aðalkarlhlutverkið í kvikmyndinni Gaukshreiðrið eða One Flew Over the Cuckoo's Nest?

***

Seinni aukaspurning:

Þessari hnuplaði ég af vefsíðu Morgunblaðsins. Ólafur K. Magnússon tók hana 1978 þegar tveir nýir þingmenn komu til vinnu sinnar í fyrsta sinn. Hvað heita þau — og hér verður að hafa bæði nöfn rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Hann var morðingi.

2.  Á Snæfellsnesi.

3.  Gugusar. Hér er hlekkur á tónlist hennar.

4.  1881.

5.  Flatey á Skjálfanda.

6.  40 kílómetra.

7.  Steingrímsfjörður.

8.  Hún var söngkona. Hér má heyra í henni.

9.  Öræfajökli.

10.  Jack Nicholson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Gullæði Chaplins.

Á neðri myndinni má hins vegar sjá þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Vilmund Gylfason.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár