Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

862. spurningaþraut: Hver er að kaffæra hvern?

862. spurningaþraut: Hver er að kaffæra hvern?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er úr leiksýningu frá 2005. Hvað heita leikararnir tveir? Hafa þarf bæði nöfnin rétt. Svo er í boði sérstakt Vesturportsstig handa þeim sem muna hvaða leikrit er verið að sýna þarna.

***

Aðalspurningar:

1.  Hastings höfuðsmaðurinn og lögregluforinginn Japp eru þekktir sem hjálparkokkar og vinir frægs spæjara. Hvað heitir hann?

2.  Fljótið Tyne fellur um stórborg eina á Englandi skömmu áður en það fellur til sjávar. Hvað heitir sú borg?

3.  En út í hvaða sjó fellur Tyne-fljót síðan?

4.  Hvað heitir stærsta eyjan á Kollafirði?

5.  Hvað heitir höfuðborgin í Portúgal? 

6.  Lance Armstrong var íþróttakappi mikill. Hvaða íþrótt stundaði hann?

7.  Árið 2012 féll blettur á íþróttaferil hans. Hver var sá blettur?

8.  Hver var kjörinn biskup Íslands árið 2012?

9.  En hver varð í öðru sæti í kjörinu?

10.  Í hvaða kirkju er viðkomandi nú prestur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða þrettán ára stúlku má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hercule Poirot.

2.  Newcastle.

3.  Norðursjó.

4.  Viðey. Athugið að Kollafirðir eru fleiri en einn. En í engum þeirra er stærri eyja en Viðey.

5.  Lissabon.

6.  Hjólreiðar.

7.  Neysla ólöglegra efna til að bæta árangur.

8.  Agnes Sigurðardóttir.

9.  Sigurður Árni. Hann er Þórðarson en ekki er nauðsynlegt að vita það, fremur en venjulega í þrautum þessum ef einhver er vel kunnur undir tveimur skírnarnöfnum. 

10.  Hallgrímskirkju.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikararnir á efri myndinni eru Ingvar Sigurðsson og Björn Hlynur.

Leikritið var Woyzeck.

Á neðri myndinni er Margrét Lára Viðarsdóttir. Myndin birtist í Morgunblaðinu í tilefni af því að hún hafði orðið markakóngur á pæjumótinu í Vestmannaeyjum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár