Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

860. spurningaþraut: Hér er spurt um útdauð dýr

860. spurningaþraut: Hér er spurt um útdauð dýr

Hér eru myndir af útdauðum dýrum.

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú útdauða fílategund sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er þetta dýr kallað?

***

2.  En hvað er þetta dýr kallað?

***

3.  Hvaða kjaftstóra dýr er þetta?

***

4.  Einu sinni voru þetta háþróuðustu dýr Jarðar, eða réttara sagt hafsins. Lengstu tegundirnar voru 60-70 sentimetra langar. Hvað nefnum við þessi dýr?

***

5.  Hvað er þessi fugl kallaður? Hann var á hæð við stóran fíl og skuggamynd af manneskju hefur verið sett þarna inn til samanburðar en raunar er talið sennilegt að menn hafi útrýmt fuglinum.

***

6.  Þessu dýri var útrýmt á 18. öld en hvað köllum við það?

***

7.  Hvaða útdauða dýr hafði þennan risakjaft?

***

8.  Þetta dýr — sem augljóslega er náskylt zebrahesti og oftast talið „undirdeild“ zebrahestanna — dó út upp úr miðri 19. öld, það síðasta í dýragarði í Amsterdam 1883. Hvað kallast tegundin?

***

9.  Hér komið glæsilegt dýr sem virðist hafa þróast sem sértegund fyrir tæpum 2 milljónum ára þegar ísöld geisaði í Evrópu en dó svo út þegar ísöldinni lauk og menn byrjuðu að sækja inn í hellana þar sem dýrið bjó gjarnan. Hvað nefnum við nú dýrið?

***

10.  Sú örsmáa manntegund sem hér sést til hægri — og nútímamaður teiknaður til samanburðar — er kennd við eyjuna þar sem einu leifarnar af þessari smáu tegund hafa fundist. Hvað heitir eyjan?

*** 

Og þá er komið að seinni aukaspurningu!

***

Hvað nefnist sú útdauða fílategund sem sést á myndinni hér að neðan?

***

5.  

Svör við aðalspurningum:

1.  Sverðtígrisdýr — þótt dýrið sé reyndar ekki náskylt tígrisdýr, þótt kattardýr sé.

2.  Tasmaníutígur — þótt þetta pokadýr sé enn síður skylt tígrisdýrum.

3.  Grameðla. Þetta er sem sé sjálfur Tyrannosaurus Rex.

4.  Þríbrotar — eða trílóbítar.

5.  Þetta er fílafuglinn sem bjó á Madagaskar, líklega af tegundinni Aepyornithidae, þótt fuglafræðingar séu reyndar í óða önn að flokka hina ófleygu fugla Madagaskar upp á nýtt, skilst mér.

6.  Þetta er „sækýr Stellers“ en sækýr dugar.

7.  Hér dugar að segja „hákarl“ en tegundin er kölluð megalódon, sem þýðir stórtanni.

8.  Quagga, eða kvagga.

9.  Hellaljón.

10.  Flores (við Indónesíu).

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er mastodon, eða skögultanni.

Á seinni myndinni er mammút, eða loðfíll.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár