Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

858. spurningaþraut: Pav Pilkey, Edward Heath, Oviedo og musculus

858. spurningaþraut: Pav Pilkey, Edward Heath, Oviedo og musculus

Fyrri aukaspurning:

Ungi karlmaðurinn á myndinni var efnilegur málari en er nú reyndar þekktastur fyrir að hafa verið um skamma hríð í rokkhljómsveit sem náði miklum vinsældum. Hvað hét hann? Og svo er í boði lárviðarspurning með krossi og eikarlaufum, af því hún er ansi erfið: Hvað heitir stúlkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Dav Pilkey er afar vinsæll rithöfundur og reyndar myndlistarmaður líka. Hann hefur gefið út fjölda bóka og rúmur tugur þeirra hefur komið út á íslensku. Flestar bókanna, sem komið hafa út á íslensku, fjölluðu um tiltekna söguhetju sem var og er kennd við flík eina sem söguhetjan klæðist. Hvað kallast þessi söguhetja Pilkeys? 

2.  Í hvaða landi er borgin Oviedo?

3.  Af einhverjum ástæðum eiga nær allir bestu maraþon-hlauparar heims ættir sínar að rekja til sama landsvæðis á Jörðinni. Hvaða landsvæði er það? Er það Austur-Afríka — Ástralía — Bandaríkin — Karíba-hafið — Mið-Asía — Vestur-Afríka? 

4.  Edward Heath gegndi ákveðnu virðingarembætti á árunum 1970-1974. Hvaða embætti var það?

5.  Á hvaða nesi standa Bessastaðir?

6.  Ómar Ingi Magnússon fékk um áramótin síðustu ákveðna viðurkenningu. Hver var hún?

7.  Vöðvar eru á mörgum vestrænum tungumálum nefndir eftir latneska orðinu „musculus“, samanber enska orðið „muscles“. En hvað þýðir latneska orðið musculus?

8.  Talið er að öflugasti jarðskjálfti á Íslandi á sögulegum tíma hafi orðið 1784. Hvar voru upptök hans? Voru þau ... nálægt Húsavík, undir Kötlu, við Laka, á Reykjanesi eða á Suðurlandi?

9.  Hversu öflugur er skjálftinn talinn hafa verið? Hér má skeika 0,2 til að frá á þeim kvarða sem nú er notaður til að meta jarðskjálfta.

10.  Vilborg Arna Gissurardóttir er helst kunn fyrir ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kafteinn Ofurbrók.

2.  Á Spáni.

3.  Austur-Afríku (fyrst og fremst Eþíópíu, Eritreu og Keníu).

4.  Forsætisráðherra Bretlands.

5.  Álftanesi.

6.  Íþróttamaður ársins.

7.  Litla mús.

8.  Á Suðurlandi.

9.  Hann er metinn 7,1 þótt auðvitað sé ekki hægt að segja til um það nákvæmlega. Rétt er þá allt frá 6,9-7,3.

10.  Ferðir á suðurpólinn, Everest og fleiri slík fjöll og þrekraunir ýmsar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Stu Sutcliffe sem var í Bítlunum skamma hríð en hætti til að gerast málari en dó þá skömmu seinna eftir heilablæðingu, aðeins 21 árs að aldri. Hér er eitt af málverkum hans.

Stúlkan er hins vegar unnusta hans, Astrid Kirchherr, sem var ljósmyndari og tók frægar myndir af Bítlunum og hafði áhrif á stíl þeirra fyrstu misserin.

Á neðri myndinni er HUBBLE sjónaukinn gamalreyndi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár