Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

858. spurningaþraut: Pav Pilkey, Edward Heath, Oviedo og musculus

858. spurningaþraut: Pav Pilkey, Edward Heath, Oviedo og musculus

Fyrri aukaspurning:

Ungi karlmaðurinn á myndinni var efnilegur málari en er nú reyndar þekktastur fyrir að hafa verið um skamma hríð í rokkhljómsveit sem náði miklum vinsældum. Hvað hét hann? Og svo er í boði lárviðarspurning með krossi og eikarlaufum, af því hún er ansi erfið: Hvað heitir stúlkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Dav Pilkey er afar vinsæll rithöfundur og reyndar myndlistarmaður líka. Hann hefur gefið út fjölda bóka og rúmur tugur þeirra hefur komið út á íslensku. Flestar bókanna, sem komið hafa út á íslensku, fjölluðu um tiltekna söguhetju sem var og er kennd við flík eina sem söguhetjan klæðist. Hvað kallast þessi söguhetja Pilkeys? 

2.  Í hvaða landi er borgin Oviedo?

3.  Af einhverjum ástæðum eiga nær allir bestu maraþon-hlauparar heims ættir sínar að rekja til sama landsvæðis á Jörðinni. Hvaða landsvæði er það? Er það Austur-Afríka — Ástralía — Bandaríkin — Karíba-hafið — Mið-Asía — Vestur-Afríka? 

4.  Edward Heath gegndi ákveðnu virðingarembætti á árunum 1970-1974. Hvaða embætti var það?

5.  Á hvaða nesi standa Bessastaðir?

6.  Ómar Ingi Magnússon fékk um áramótin síðustu ákveðna viðurkenningu. Hver var hún?

7.  Vöðvar eru á mörgum vestrænum tungumálum nefndir eftir latneska orðinu „musculus“, samanber enska orðið „muscles“. En hvað þýðir latneska orðið musculus?

8.  Talið er að öflugasti jarðskjálfti á Íslandi á sögulegum tíma hafi orðið 1784. Hvar voru upptök hans? Voru þau ... nálægt Húsavík, undir Kötlu, við Laka, á Reykjanesi eða á Suðurlandi?

9.  Hversu öflugur er skjálftinn talinn hafa verið? Hér má skeika 0,2 til að frá á þeim kvarða sem nú er notaður til að meta jarðskjálfta.

10.  Vilborg Arna Gissurardóttir er helst kunn fyrir ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kafteinn Ofurbrók.

2.  Á Spáni.

3.  Austur-Afríku (fyrst og fremst Eþíópíu, Eritreu og Keníu).

4.  Forsætisráðherra Bretlands.

5.  Álftanesi.

6.  Íþróttamaður ársins.

7.  Litla mús.

8.  Á Suðurlandi.

9.  Hann er metinn 7,1 þótt auðvitað sé ekki hægt að segja til um það nákvæmlega. Rétt er þá allt frá 6,9-7,3.

10.  Ferðir á suðurpólinn, Everest og fleiri slík fjöll og þrekraunir ýmsar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Stu Sutcliffe sem var í Bítlunum skamma hríð en hætti til að gerast málari en dó þá skömmu seinna eftir heilablæðingu, aðeins 21 árs að aldri. Hér er eitt af málverkum hans.

Stúlkan er hins vegar unnusta hans, Astrid Kirchherr, sem var ljósmyndari og tók frægar myndir af Bítlunum og hafði áhrif á stíl þeirra fyrstu misserin.

Á neðri myndinni er HUBBLE sjónaukinn gamalreyndi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár